Segir samskipti á netinu vera samskipti við fyrirtæki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 18:30 Helga segir að fyrirtækin sem standi baki samfélagsmiðlum fylgist með samskiptum fólks á netinu. Samtal við fjölskyldu og vini sé því samtal við fyrirtækið. epa/Dan Kitwood „Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“ Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“
Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira