Líkir jarðhræringunum við Grindavík við það að troða bók í miðjan bókastafla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 10:58 Frá Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“ Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“
Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53
„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00
Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01
Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15
Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09