Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2020 07:31 Frá Manila, höfuðborg Filippseyja. Vísir/Getty Karlmaður á fimmtugsaldri lést á Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. Maðurinn var kínverskur og var frá borginni Wuhan í Hubei héraði, borginni sem veiran er oft kennd við í daglegu tali. Talið er að hann hafi verið smitaður af veirunni áður en hann kom til Filippseyja, eftir því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kemst næst. Hann kom til Filippseyja ásamt 38 ára gamalli kínverskri konu í síðustu viku, en konan er einnig sögð hafa greinst með veiruna. Þau voru lögð inn á spítala í höfuðborginni Manila. Maðurinn er þá sagður hafa þróað með sér alvarlega lungnabólgu. Fyrst um sinn hafi hann síðan sýnt stöðuga líðan og merki um bata, en ástand hans hafi varið hratt niður á við næsta sólarhringinn.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Rabindra Abeyasinghe, fulltrúa WHO á Filippseyjum, að fólk yrði að halda ró sinni. „Þetta er fyrsta dauðsfallið sem vitað er um utan Kína. Hins vegar verðum við að hafa í huga að maðurinn smitaðist ekki hér. Þessi sjúklingur kom frá hjarta faraldursins.“ Um 14 þúsund tilfelli veirunnar í fólki hafa verið staðfest og yfir 300 látist. Mörg ríki heimsins hafa nú gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína, auk þess sem þeirra eigin borgarar skulu fara í sóttkví áður en þeim er hleypt inn í landið. Filippseyjar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri lést á Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. Maðurinn var kínverskur og var frá borginni Wuhan í Hubei héraði, borginni sem veiran er oft kennd við í daglegu tali. Talið er að hann hafi verið smitaður af veirunni áður en hann kom til Filippseyja, eftir því Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) kemst næst. Hann kom til Filippseyja ásamt 38 ára gamalli kínverskri konu í síðustu viku, en konan er einnig sögð hafa greinst með veiruna. Þau voru lögð inn á spítala í höfuðborginni Manila. Maðurinn er þá sagður hafa þróað með sér alvarlega lungnabólgu. Fyrst um sinn hafi hann síðan sýnt stöðuga líðan og merki um bata, en ástand hans hafi varið hratt niður á við næsta sólarhringinn.Breska ríkisútvarpið hefur eftir Rabindra Abeyasinghe, fulltrúa WHO á Filippseyjum, að fólk yrði að halda ró sinni. „Þetta er fyrsta dauðsfallið sem vitað er um utan Kína. Hins vegar verðum við að hafa í huga að maðurinn smitaðist ekki hér. Þessi sjúklingur kom frá hjarta faraldursins.“ Um 14 þúsund tilfelli veirunnar í fólki hafa verið staðfest og yfir 300 látist. Mörg ríki heimsins hafa nú gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína, auk þess sem þeirra eigin borgarar skulu fara í sóttkví áður en þeim er hleypt inn í landið.
Filippseyjar Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15 Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05 Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22 Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Sjá meira
Líklegt að Wuhan-veiran greinist hér á landi en segir enga ástæðu til að örvænta Hún segir þó ólíklegt að þeir einstaklingar eigi eftir að glíma við alvarleg veikindi vegna veirunnar og bendir á að dánartíðni þeirra sjúklinga sem greinist með hana sé að öllum líkindum lægri en þeirra sem greinist með hefðbundna inflúensu á hverju ári. 1. febrúar 2020 18:15
Vísa á bug orðrómum um að Ólympíuleikum verði aflýst vegna veirunnar Skipuleggjendur Sumarólympíuleikanna 2020, sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar, hafa séð sig knúna til þess að hafna opinberlega orðrómum um að útbreiðsla Wuhan-kórónaveirunnar í Asíu, og einkum og sér í lagi í nágrannaríkinu Kína, gæti orðið til þess að leikunum yrði aflýst. 1. febrúar 2020 17:05
Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. 1. febrúar 2020 12:22
Bandaríkin loka landamærunum fyrir þeim sem hafa verið í Kína Erlendir ríkisborgarar sem komið hafa til Kína undanfarnar tvær vikur fá ekki inngöngu inn í Bandaríkin vegna Wuhan-veirunnar. 1. febrúar 2020 08:39