Landsliðskona á langan bata fyrir höndum eftir rútuslysið nærri Blönduósi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. febrúar 2020 07:15 Berglind í leik með Snæfelli í körfuboltanum. Vísir/Bára Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur. Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Berglind Gunnarsdóttir, landsliðskona í körfubolta og læknanemi, slasaðist alvarlega í rútuslysi suður af Blönduósi þann 10. janúar síðastliðinn. Læknanemar og hjúkrunarfræðingar, tæplega fimmtíu talsins, voru á leið norður í skíðaferð í samfloti í tveimur rútum. Önnur valt og voru þrjú flutt með þyrlunni til Reykjavíkur. Berglind, sem er 26 ára, er ein besta körfuboltakona landsins og hefur spilað með íslenska landsliðinu frá því árið 2015. Þá er hún þrefaldur Íslandsmeistari með Snæfelli þar sem hún hefur spilað með systur sinni Gunnhildi Gunnarsdóttur. Berglind hefur verið frá keppni það sem af er vetri vegna axlarmeiðsla en Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki sem fyrr hjá liðinu. Berglind greindi frá því í færslu á Facebook í gærkvöldi að nýjum áratug fylgdu vægast sagt krefjandi áskoranir fyrir sig, fjölskyldu hennar og vini. „Upphaflega planið var að spila loksins körfuboltaleik eftir sjö mánaða fjarveru vegna aðgerðar á öxl,“ segir Berglind. Það hafi breyst þann 10. janúar síðastliðinn þegar hún slasaðist í rútuslysinu með þeim afleiðingum að hún hlaut háls- og mænuáverka. „Fyrst eftir slysið gat ég lítið sem ekkert hreyft mig og skynið var brenglað. Mestu máli skipti þó að ég var á lífi, hausinn 100% í lagi og ég er ennþá sama Berglind. Við fögnum öllum litlum sigrum en framundan er löng og mikil endurhæfing til þess að ná sem mestri hreyfigetu til baka. Keppnisskapið mitt er tilbúið í þessa áskorun.“ Berglind og hennar fólk í Stykkishólmi þakkar vinum, viðbragðsaðilum, starfsfólki Landspítala og öllum þeim sem hafa sýnt þeim stuðning síðastliðnar vikur.
Íslenski körfuboltinn Samgönguslys Stykkishólmur Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira