Á miðnætti á sunnudag skellur allsherjarverkfall Eflingar í borginni á Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 16:43 Krakkar yfirgefa leikskólann Laugasól vegna verkfalls í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Fyrirhugað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á miðnætti aðfararnótt mánudags 17. febrúar. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar eru ótímabundnar. Þær munu að öllu óbreyttu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni vegna minni þjónustu. Verkfallið hefur áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem fram kemur að um 1.850 manns í Eflingu starfi hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Áhrif á skóla og velferðarþjónustu Áfram verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingar mest á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur. Áhrif á þjónustu við borgarlandið Á meðan verkfallið stendur yfir mun þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar m.a. nefna: •Viðgerðir á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar. •Ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir. •Hreinsun í kringum grenndargáma verður ekki sinnt. •Almennri hreinsun borgarlandsins verður ekki sinnt. •Öllu minna viðhaldi á götugögnum verður ekki sinnt t.d. á hellulögðu yfirborði og götu- og gangstéttaköntum. •Verkefnum sem tengjast óveðri, t.d. vegna asahláku, foki á veg sem hindrar umferð, stífluðum niðurföllum, pollamyndun og fleiru. •Lausir hestar verða ekki handsamaðir né önnur dýr í lausagöngu sem kunna að valda truflunum. Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum. Foreldrar/forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þá daga sem verkfall stendur yfir og ekki heldur fyrir máltíðir sem falla niður í grunnskólum. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Fyrirhugað allsherjarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefst á miðnætti aðfararnótt mánudags 17. febrúar. Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Eflingar eru ótímabundnar. Þær munu að öllu óbreyttu hafa áhrif á vistun allra leikskólabarna í borginni vegna minni þjónustu. Verkfallið hefur áhrif á 1.650 notendur velferðarþjónustu borgarinnar. Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem fram kemur að um 1.850 manns í Eflingu starfi hjá borginni á um 129 starfsstöðvum. Áhrif á skóla og velferðarþjónustu Áfram verða áhrif verkfallsaðgerða Eflingar mest á leikskólana auk matarþjónustu í grunnskólum. Þau börn sem fá vistun í leikskólum verður skipt upp í hópa og er sums staðar hafður sá háttur á að einn hópur fær vist fyrir hádegi og annar eftir hádegi eða skipt niður á daga vikunnar. Fyrirséð er að matarþjónusta í einhverjum grunnskólum borgarinnar raskast og þurfa nemendur þar að koma með nesti í skólann. Eftir því sem verkfallið stendur lengur yfir mun það einnig hafa áhrif á þrif einhverra grunnskóla sem gætu þurft að loka, í það minnsta tímabundið. Velferðarsvið hefur fengið undanþágur frá verkfallsaðgerðum fyrir starfsfólk Eflingar sem sinnir viðkvæmustu þjónustunni er snýr að umönnun fatlaðs fólks, aldraðra á hjúkrunarheimilum og í heimahúsum, barna og fólks sem þarf á neyðarþjónustu að halda í gistiskýlum. Ljóst er að lengra verkfall mun hafa meiri áhrif á þá sem njóta velferðarþjónustu frá borginni. Þrif á heimilum fatlaðs fólks og eldri borgara í heimahúsum falla niður, sömuleiðis aðstoð við böðun. Ekki verður hægt að kaupa máltíðir á félagsmiðstöðvum og þá verður dagdvöl aldraðs fólks í Þorraseli lokuð á meðan verkfalli stendur. Áhrif á þjónustu við borgarlandið Á meðan verkfallið stendur yfir mun þjónusta við borgarlandið skerðast þannig að ákveðnum verkum verður ekki sinnt. Má þar m.a. nefna: •Viðgerðir á brotholum í malbiki á götum í umsjón Reykjavíkurborgar. •Ruslastampar í borgarlandinu verða ekki tæmdir. •Hreinsun í kringum grenndargáma verður ekki sinnt. •Almennri hreinsun borgarlandsins verður ekki sinnt. •Öllu minna viðhaldi á götugögnum verður ekki sinnt t.d. á hellulögðu yfirborði og götu- og gangstéttaköntum. •Verkefnum sem tengjast óveðri, t.d. vegna asahláku, foki á veg sem hindrar umferð, stífluðum niðurföllum, pollamyndun og fleiru. •Lausir hestar verða ekki handsamaðir né önnur dýr í lausagöngu sem kunna að valda truflunum. Á meðan verkfall Eflingar stendur yfir óska borgaryfirvöld eftir því að íbúar fari varlega þegar þeir eru á ferð um borgina, gangi vel um grenndargáma og ruslastampa og hafi gát á sér og sínum. Foreldrar/forráðamenn greiða ekki leikskólagjöld fyrir þá daga sem verkfall stendur yfir og ekki heldur fyrir máltíðir sem falla niður í grunnskólum.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira