Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2020 22:15 Bændurnir á Heiðarbæ eitt, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir. Stöð 2/Einar Árnason. Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45