Sanders og Buttigieg taldir líklegastir til afreka í New Hampshire Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 12:36 Buttigieg (t.v.) og Sanders (t.h.) eru fremstir í flokki í skoðanakönnunum fyrir forval demókrata í New Hampshire. Sá fyrrnefndi þykir sá frambjóðandi sem stendur næst miðjunni en Sanders er lengst til vinstri. Vísir/AP Skoðanakannanir benda til þess að Bernie Sanders og Pete Buttigieg býtist um sigurinn í næsta hluta forvals Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram í New Hampshire á morgun. Útlit er fyrir að Joe Biden, sem hefur leitt í könnunum á landsvísu, verði lítt ágengt í ríkinu. Annað prófkjörið í forvali demókrata á forsetaframbjóðanda flokksins fer fram í skugga glundroðans í Iowa þar forvalið hófst í síðustu viku. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmis sem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu og staðfesta úrslit. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí. Næstur kom Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont. Framboð hans hefur sagst ætla að fara fram á aðra endurskoðun á hluta úrslitanna í Iowa. Sanders virðist hafa fengið flest atkvæði í forvalinu í Iowa en vegna flókinna reglna þess fær hann færri kjörmenn en Buttigieg. Báðir hafa frambjóðendurnir lýst yfir sigri. Útlitið dökkt fyrir Biden Tvímenningarnir leiða sömuleiðis skoðanakannanir fyrir forvalið í New Hampshire á morgun. Sanders mælist með forskot á Buttigieg í þeim flestum. Kosningaspá Five Thirty Eight gerir ráð fyrir að Sanders fái um 28% atkvæða í ríkinu. Líkurnar á að hann vinni flesta kjörmenn New Hampshire séu um tveir á móti þremur en Buttigieg aðeins þrír á móti tíu. Horfur Biden, fyrrverandi varaforseta, virðast ekki góðar í New Hampshire og þeim hefur hrakað í kjölfar Iowa. Hann mælist yfirleitt í fjórða sæti frambjóðenda þar, á eftir Sanders, Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanni Massachusetts. Warren á sjálf á hættu að daga uppi í forvalinu takist henni ekki að smala fleiri atkvæðum í New Hamsphire og í næstu ríkjum. Framboð Biden hefur lengi ýjað að því að honum ætti ekki eftir að vegna vel í fyrstu ríkjunum í forvalinu þar sem hlutfall hvítra þar er mun hærra en á landsvísu. Biden sækir fylgi sitt að miklu leyti til blökkumanna og hefur því verið sigurvissari í ríkjum eins og Suður-Karólínu þar sem kosið verður í lok mánaðar. Á móti eru möguleikar Buttigieg taldir minni þegar forvalið færist frá ríkjum þar sem afgerandi meirihluti íbúa er hvítur þar sem hann nýtur takmarkaðs stuðnings á meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Fjarað gæti undan framboði Biden girði hann sig ekki fljótt í brók.AP/Elise Amendola Ásakanir gengu á víxl Sanders og Buttigieg vörðu helginni í árásir á hvor annan. Þannig sakaði Sanders mótframbjóðanda sinn um að vera í vasa auðugra fjárhagslegra bakhjarla. „Pete hefur safnað kosningaframlögum frá fleiri en fjörutíu milljarðamæringum,“ sagði Sanders við stuðningsmenn sína. Milljarðamæringarnir gæfu til Buttigieg vegna þess að þeir teldu hann ekki ætla að beita sér gegn þeim. Á móti fullyrti Buttigieg að Sanders væri sundrungarafl. „Ég virði Sanders öldungadeildarþingmann en þegar ég heyri skilaboð hans um að fólk styðji annað hvort byltingu eða að það styðja ríkjandi ástandi þá er það sýn á landið sem gerir ekki ráð fyrir flestu okkar,“ sagði fyrrverandi borgarstjórinn. Biden hefur skotið á þá báða, Buttigieg fyrir að skorta reynslu og Sanders fyrir að vera of róttækur fyrir almenna kjósendur í forsetakosningunum. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Skoðanakannanir benda til þess að Bernie Sanders og Pete Buttigieg býtist um sigurinn í næsta hluta forvals Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram í New Hampshire á morgun. Útlit er fyrir að Joe Biden, sem hefur leitt í könnunum á landsvísu, verði lítt ágengt í ríkinu. Annað prófkjörið í forvali demókrata á forsetaframbjóðanda flokksins fer fram í skugga glundroðans í Iowa þar forvalið hófst í síðustu viku. Endanleg úrslit liggja enn ekki fyrir vegna misræmis sem kom upp í tilkynningum um úrslit frá kjörstöðum. Enn er verið að greiða úr misræminu og staðfesta úrslit. Demókrataflokkurinn í Iowa tilkynnti í gær að útlit væri fyrir að Buttigieg, fyrrverandi borgarstjóri South Bend í Indiana, hefði unnið flesta kjörmenn sem velja forsetaframbjóðandann á landsfundi flokksins í Milwaukee í júlí. Næstur kom Sanders, óháði öldungadeildarþingmaðurinn frá Vermont. Framboð hans hefur sagst ætla að fara fram á aðra endurskoðun á hluta úrslitanna í Iowa. Sanders virðist hafa fengið flest atkvæði í forvalinu í Iowa en vegna flókinna reglna þess fær hann færri kjörmenn en Buttigieg. Báðir hafa frambjóðendurnir lýst yfir sigri. Útlitið dökkt fyrir Biden Tvímenningarnir leiða sömuleiðis skoðanakannanir fyrir forvalið í New Hampshire á morgun. Sanders mælist með forskot á Buttigieg í þeim flestum. Kosningaspá Five Thirty Eight gerir ráð fyrir að Sanders fái um 28% atkvæða í ríkinu. Líkurnar á að hann vinni flesta kjörmenn New Hampshire séu um tveir á móti þremur en Buttigieg aðeins þrír á móti tíu. Horfur Biden, fyrrverandi varaforseta, virðast ekki góðar í New Hampshire og þeim hefur hrakað í kjölfar Iowa. Hann mælist yfirleitt í fjórða sæti frambjóðenda þar, á eftir Sanders, Buttigieg og Elizabeth Warren, öldungadeildarþingmanni Massachusetts. Warren á sjálf á hættu að daga uppi í forvalinu takist henni ekki að smala fleiri atkvæðum í New Hamsphire og í næstu ríkjum. Framboð Biden hefur lengi ýjað að því að honum ætti ekki eftir að vegna vel í fyrstu ríkjunum í forvalinu þar sem hlutfall hvítra þar er mun hærra en á landsvísu. Biden sækir fylgi sitt að miklu leyti til blökkumanna og hefur því verið sigurvissari í ríkjum eins og Suður-Karólínu þar sem kosið verður í lok mánaðar. Á móti eru möguleikar Buttigieg taldir minni þegar forvalið færist frá ríkjum þar sem afgerandi meirihluti íbúa er hvítur þar sem hann nýtur takmarkaðs stuðnings á meðal blökkumanna og annarra minnihlutahópa. Fjarað gæti undan framboði Biden girði hann sig ekki fljótt í brók.AP/Elise Amendola Ásakanir gengu á víxl Sanders og Buttigieg vörðu helginni í árásir á hvor annan. Þannig sakaði Sanders mótframbjóðanda sinn um að vera í vasa auðugra fjárhagslegra bakhjarla. „Pete hefur safnað kosningaframlögum frá fleiri en fjörutíu milljarðamæringum,“ sagði Sanders við stuðningsmenn sína. Milljarðamæringarnir gæfu til Buttigieg vegna þess að þeir teldu hann ekki ætla að beita sér gegn þeim. Á móti fullyrti Buttigieg að Sanders væri sundrungarafl. „Ég virði Sanders öldungadeildarþingmann en þegar ég heyri skilaboð hans um að fólk styðji annað hvort byltingu eða að það styðja ríkjandi ástandi þá er það sýn á landið sem gerir ekki ráð fyrir flestu okkar,“ sagði fyrrverandi borgarstjórinn. Biden hefur skotið á þá báða, Buttigieg fyrir að skorta reynslu og Sanders fyrir að vera of róttækur fyrir almenna kjósendur í forsetakosningunum.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31 „Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18 Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Talning í Iowa sögð plöguð af misræmi og mistökum Sérfræðingar New York Times fundu þó engar vísbendingar um vísvitandi hagræðingu úrslita og telja að misræmið hafi ekki hyglað efstu tveimur frambjóðendunum. 6. febrúar 2020 16:31
„Buttigieg er enginn Obama“ Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum í nóvember næstkomandi, þar munu Demókratar freista þess að koma í veg fyrir annað kjörtímabil Donald Trump, núverandi forseta Bandaríkjanna. Kosningabaráttan innan Demókrataflokksins er í fullum gangi en þegar hafa farið fram forkosningar í ríkinu Iowa. 9. febrúar 2020 11:18
Segir óvíst að Biden þoli að vera í tapsæti í mánuð Demókratar eru í erfiðri stöðu eftir forval flokksins í Iowa. Miklar tafir urðu á því að endanleg úrslit yrðu tilkynnt vegna misræmis í tilkynningu talna frá kjörfundunum. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var svo sýknaður af ákærum fyrir embættisbrot sem var nokkuð fyrirséð. 9. febrúar 2020 14:46