Tilboð Reykjavíkurborgar gott ef rétt reynist Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2020 19:30 Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. Efling hefur viljað fá á hreint til hverra og hvaða stétta launahækkunin nær. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Tilboð borgarinnar er gott „Þetta voru launatölur sem ná til almenns starfsfólks í leikskólum, sem væri þá að hækka úr 310 þúsund í 420 þúsund á mánuði. Með álagsgreiðslum er það þá 460 þúsund á mánuði í lok samningstímans. Síðan eru það deildarstjórar á leikskólum, ófaglærðir, sem að fara í 520 þúsund í grunnlaun og 570 þúsund krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Við erum síðan með tilboð fyrir almennt starfsfólk í heimaþjónustu. Við vorum líka að kynna tölur fyrir fólk sem er að vinna í búsetuúrræðum. það er vaktavinnufólk, þannig að þar kemur stytting vinnuvikunnar jafnframt inn og í öllum þessum tilvikum erum við að bjóða háar hækkanir á lægstu laun og góðar hækkanir til allra,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar Heilt yfir, með þessar tölur í kollinum hvernig lýst ykkur á þetta tilboð? „Hvaða tilboð? Kastljóstilboðið eins og við skiljum það hljóðar uppá að hækka grunnlaun hjá almennum, ófaglærðum leikskólastarfsmanni um hundrað og tíu þúsund krónur og það er bara gott boð. Við höfum sagt það að ef það er raunverulegur ásetningur borgarinnar að fara með umræðuna þangað þá erum við hugsanlega komin með raunverulega umræðugrundvöll,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það eru að minnsta kosti sex dagar til til ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilunni, nema eitthvað gerist í viðræðum á milli aðila. Ertu tilbúinn til þess að taka upp símann að fyrra bragði og boða til fundar til þess að reyna ná einhverri lendingu og skýra enn frekar þau mál sem voru ekki á borðinu í gær? „Ég hélt nú að fundurinn hefði gengið út á þetta. Í mínum huga að þá á ekkert að þurfa að fara á milli mála hvaða tölur og hvaða tilboð er á borðinu að hálfu borgarinnar,“ segir Dagur. Er það ekki ábyrgðarhluti hjá ykkur að sitja á fundi og kryfja málin í stað þess að rjúka af fundi? „Við höfum mætt á alla undangengna samningafundi klyfjuð af lausnum, hugmyndum og tillögum sem hafa verið nákvæmlega útfærðar,“ segir Viðar. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Eflingar sagði að loknum fundi samninganefndanna í gær að ringulreið, seinagangur og ósamkvæmni væri í vinnubrögðum borgarinnar og vísar þá til viðtals borgarstjóra í fjölmiðlum í síðustu viku og orða formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar þar sem launatölur og launahækkanir voru lagðar fram. Efling hefur viljað fá á hreint til hverra og hvaða stétta launahækkunin nær. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/Vilhelm Tilboð borgarinnar er gott „Þetta voru launatölur sem ná til almenns starfsfólks í leikskólum, sem væri þá að hækka úr 310 þúsund í 420 þúsund á mánuði. Með álagsgreiðslum er það þá 460 þúsund á mánuði í lok samningstímans. Síðan eru það deildarstjórar á leikskólum, ófaglærðir, sem að fara í 520 þúsund í grunnlaun og 570 þúsund krónur á mánuði með álagsgreiðslum. Við erum síðan með tilboð fyrir almennt starfsfólk í heimaþjónustu. Við vorum líka að kynna tölur fyrir fólk sem er að vinna í búsetuúrræðum. það er vaktavinnufólk, þannig að þar kemur stytting vinnuvikunnar jafnframt inn og í öllum þessum tilvikum erum við að bjóða háar hækkanir á lægstu laun og góðar hækkanir til allra,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar Heilt yfir, með þessar tölur í kollinum hvernig lýst ykkur á þetta tilboð? „Hvaða tilboð? Kastljóstilboðið eins og við skiljum það hljóðar uppá að hækka grunnlaun hjá almennum, ófaglærðum leikskólastarfsmanni um hundrað og tíu þúsund krónur og það er bara gott boð. Við höfum sagt það að ef það er raunverulegur ásetningur borgarinnar að fara með umræðuna þangað þá erum við hugsanlega komin með raunverulega umræðugrundvöll,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Það eru að minnsta kosti sex dagar til til ríkissáttasemjari boðar til fundar í deilunni, nema eitthvað gerist í viðræðum á milli aðila. Ertu tilbúinn til þess að taka upp símann að fyrra bragði og boða til fundar til þess að reyna ná einhverri lendingu og skýra enn frekar þau mál sem voru ekki á borðinu í gær? „Ég hélt nú að fundurinn hefði gengið út á þetta. Í mínum huga að þá á ekkert að þurfa að fara á milli mála hvaða tölur og hvaða tilboð er á borðinu að hálfu borgarinnar,“ segir Dagur. Er það ekki ábyrgðarhluti hjá ykkur að sitja á fundi og kryfja málin í stað þess að rjúka af fundi? „Við höfum mætt á alla undangengna samningafundi klyfjuð af lausnum, hugmyndum og tillögum sem hafa verið nákvæmlega útfærðar,“ segir Viðar.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48 Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. 27. febrúar 2020 18:48
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49