Stækkun Heathrow talin ólögleg í ljósi loftslagsmarkmiða Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 16:00 Umhverfissinnar voru sigurreifir fyrir utan dómshúsið í London í dag. Vísir/EPA Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir. Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Breskur áfrýjunardómstóll komst að þeirri niðurstöðu í dag að leyfi sem bresk yfirvöld veittu fyrir stækkun Heathrow-flugvallar hafi verið ólögleg þar sem ekki var tekið tillit til loftslagsskuldbindinga ríkisstjórnarinnar gagnvart Parísarsamkomulaginu. Stjórnendur flugvallararins hyggjast áfrýja en ríkisstjórnin ekki. Lengi hefur verið deilt um lagningu þriðju flugbrautarinnar á Heathrow-flugvelli. Umhverfisverndarsinnar hafa lagst gegn henni bæði vegna loftslagssjónarmiða og staðbundinna umhverfisáhrifa. Afgerandi meirihluti breskra þingmanna greiddi atkvæði með stækkuninni árið 2018 en Boris Johnson, núverandi forsætisráðherra, var fjarverandi við atkvæðagreiðsluna. Árið 2015 sagðist hann sjálfur ætla að leggja fyrir framan jarðýtur til að stöðva framkvæmdirnar. Hópur umhverfisverndarsinna, sveitarstjórna og borgarstjórinn í London höfðuðu því mál til að hnekkja leyfi sem stjórnvöld veittu fyrir framkvæmdum við flugbrautina. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að ríkisstjórnin hefði ekki fylgt opinberri stefnu þegar hún veitti leyfið. Ríkisstjórninni væri skylt að taka tillit til Parísarsamkomulagsins sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hnattræna hlýnun af völdum manna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Grant Shapps, samgönguráðherra, tilkynnti á Twitter að ríkisstjórnin ætlaði sér ekki að áfrýja. Verði flugvöllurinn stækkaður verði það alfarið á vegum fluggeirans. Hann sagði það stjórnenda Heathrow og dómstóla að ákveða hvort ráðist verði í lagningu þriðju flugbrautarinnar. John Holland-Kaye, forstjóri Heathrow-flugvallar, sagði hins vegar að málinu yrði vísað til hæstaréttar og að hann telji flugvallaryfirvöld hafa sterk lögfræðileg rök fyrir málstað sínum. Umhverfissinnar fögnuðu niðurstöðunni og sögðu hana tímamótasigur fyrir „loftslagsréttlæti“. Will Rundle, yfirlögfræðingur samtakanna Jarðarvina, telur úrskurðinn geta haft fordæmisgildi um að hafa verði loftslagsbreytingar í huga við allar skipulagsákvarðanir.
Bretland England Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira