Guðjón Valur Sigurðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson voru á ferðinni þegar PSG tók á móti Elverum í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Janus Daði Smárason skoraði sjö mörk fyrir Aalborg í Zagreb.
Parísarbúar unnu 31-25 sigur og skoraði Guðjón Valur eitt mark. Sigvaldi skoraði þrjú mörk fyrir norska liðið.
PSG jafnaði þar með Pick Szeged að stigum í 2.-3. sæti riðilsins en liðin eru með 20 stig, tveimur stigum á eftir Aroni Pálmarssyni og félögum í Barcelona sem eiga auk þess leik til góða. Elverum er í næstneðsta sæti með 3 stig og á ekki lengur von um að komast í úrslitakeppnina. Í lokaumferð riðlakeppninnar mætir PSG liði Zagreb en Pick Szeged á útileik við Barcelona, svo PSG á von um að enda í 2. sæti. Elverum sækir Aalborg heim í lokaleik sínum.
Janus Daði var markahæstur hjá Aalborg með sjö mörk þegar liðið varð að sætta sig við eins marks tap gegn Zagreb á útivelli, 31-30. Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk fyrir danska liðið sem er með 13 stig líkt og Flensburg í 4.-5. sæti fyrir lokaumferðina. Þar fær Flensburg lið Celje Lasko í heimsókn, á meðan að Aalborg tekur á móti Elverum eins og fyrr segir.
Sjö mörk Janusar ekki nóg | Guðjón og Sigvaldi mættust
