Með svæðið í hálfgerðri gjörgæslu Kristín Ólafsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 21. febrúar 2020 15:50 Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/baldur Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Ómögulegt er að segja til um það hvort lengi hafi gætt lífshættulegra gilda lofttegunda í hellum í Eldvörpum á Reykjanesskaga, að sögn náttúruvársérfræðings. Svæðið sé í hálfgerðri gjörgæslu vísindamanna vegna landriss við fjallið Þorbjörn og því hafi gildin komið fram við mælingar nú. Veðurstofan varaði í dag við hellaskoðun í Eldvörpum, sem eru vestur af Grindavík, í kjölfar gasmælinga á svæðinu. Mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í einum helli. „Við höfum verið að mæla sérstaklega mikið á þessu svæði, það er bara í hálfgerðri gjörgæslu má segja, og það voru gerðar gasmælingar í gær og líka fyrir viku síðan og þá komu í ljós miklar breytingar þarna í einum helli og í rauninni lífshættuleg gildi af lofttegundum og skortur á súrefni,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. Margir hellar eru á svæðinu á Reykjanesskaga, meðal annars í Eldvörpum.Vísir/vilhelm Ákveðið var að vara við hellaskoðun á öllu svæðinu þó að lífshættuleg gildi hafi aðeins mælst í einum helli. „Það eru örugglega einhverjir hellar þarna sem eru í lagi, en akkúrat hvar þeir eru, þetta er bara of erfitt svæði til að fara að útlista það nákvæmlega, þannig að það kemur bara almenn viðvörun [um] að sleppa því að fara ofan í þessa hella á svæðinu.“ Innt eftir því hvort viðvörunum hafi verið sérstaklega komið á framfæri við erlenda ferðamenn á svæðinu segir Kristín að viðvörun sé gefin út á ensku, auk þess sem Almannavarnir bregðist við. „Og ég veit til þess að þeir eru til dæmis búnir að loka vegi þarna.“ Er þetta eitthvað tengt þessari skjálftavirkni þarna við Þorbjörn? „Það er ekki hægt að útiloka það. Við erum auðvitað að vakta svæðið sérstaklega vel núna og mæla það miklu meira en við höfum áður gert. Það í rauninni kemur í ljós núna að þarna eru hættuleg gildi. Hvort þau hafi verið þarna á einhverjum tímapunkti áður en við hófum þessar mælingar, það er auðvitað ómögulegt að segja.“ Kristín segir skjálftavirkni enn mælast á svæðinu en engin merki eru um gosóróa. Þá mælist enn landris en ekki jafnmikið og áður.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24 Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51 Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39 Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Jörð skelfur enn við Grindavík og Gjögurtá Skjálftahrina hófst í gærmorgun um tíu kílómetra norður af Gjögurtá. 21. febrúar 2020 08:24
Varað við hellaskoðun í Eldvörpum Breytinga hefur orðið vart og vill Veðurstofan vara við hellaskoðun á svæðinu en mælingar sýndu lífshættuleg gildi á koltvísýringi og súrefnisleysi í helli. 21. febrúar 2020 10:51
Hundruð jarðskjálfta mældust við Grindavík í liðinni viku Land hefur risið um fimm sentímetra í kringum fjallið Þorbjörn en hvorki eru merki um að það fari vaxandi né minnkandi. 16. febrúar 2020 13:39
Mælingar efldar við Þorbjörn Jarðskjálftavirkni mælist enn á svæðinu norðan við Grindavík. Virknin er yfir meðallagi en þó minni en þegar hún var hvað mest í lok janúar. 15. febrúar 2020 17:28