Hringanórinn hámar í sig síld og er tekinn að hressast Jakob Bjarnar skrifar 21. febrúar 2020 14:49 Kári var aðeins 7,6 kíló við komuna í Húsdýragarðinn en hann étur átta síldar á dag og er kominn í tíu kíló. Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska. Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Hringanórinn sem lögreglan á Suðurnesjum kom með í Húsdýragarðinn þann 17. janúar, eins og um var fjallað, er nú farinn að braggast. Hann var vitaskuld skoðaður við komuna og reyndist hann sýktur á auga og illa haldinn af næringarskorti en hann er fæddur vorið 2019. „Ef heldur fram sem horfir og Kári heldur áfram að þyngjast hratt verður vonandi hægt að sleppa honum aftur,“ segir Þorkell Heiðarsson hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Kári var sýktur sníkjudýrum Þorkell segir að í þessu sambandi verði að horfa sérstaklega til eftirfarandi: Aukin þyngd hans og betri heilsa við sleppingu eykur lífslíkur hans í náttúrunni. Á móti dregur lengri dvöl hans í haldi manna úr líkum þess að hann geti bjargað sér í náttúrunni. Þorkell Heiðarsson, deildarstjóri í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.Vísir/Sigurjón „Það er því mikilvægt að finna jafnvægi á milli þessara þátta til þess að tryggja sem besta möguleika Kára. Gestir garðsins geta heimsótt Kára þar sem hann er úti við yfir hádaginn.“ Heimkynni hringanóra eru á og við ísröndina norður af landinu. Við frekari rannsóknir á selnum kom í ljós að Kári var einnig sýktur af sníkjudýrum, meðal annars af lungnaþráðormi. Sú tegund sníkjuorma sem þar greindist hefur raunar ekki fundist áður hér á landi. Kári tekur orðið hraustlega til matar síns Sníkjudýr geta reynst selum sem orðnir eru heilsuveilir og horaðir hættuleg. Lungnaormar krækja sig fasta í þekjuvef lungna og berkja og geta þar valdið bólgum og sýkingum sem aftur draga mjög úr köfunarhæfni selanna og torvelda þeim þannig fæðunám. „Ekki er ólíklegt að slík hafi verið raunin hjá þessum sel enda vóg hann einungis 7,6 kg við komuna hingað. Eðlileg þyngd tegundarinnar eftir um 8 vikur á spena er um 20 kg. Nú er hins vegar búið að meðhöndla þá kvilla sem hér eru taldir upp og selurinn, sem nefndur er Kári, er farinn að taka hressilega til matar síns. Þessa dagana étur hann um 8 síldar daglega og er nú orðinn rúmlega 10 kíló,“ segir Þorkell. Yfir daginn er Kári úti við þar sem hann virðist kunna best við sig í snjónum en á nóttunni er hann í sérstakri innilaug fullri af sjó. Að sögn Þorkels hafa þau hjá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum notið ráðgjafar frá selasetri Íslands á Hvammstanga sem og frá sérfræðingum á selabjörgunarstöðvar á Írlandi og dýralækni í Alaska.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjanesbær Reykjavík Tengdar fréttir Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45 Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23 Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Markmiðið að koma litla kópnum sem fyrst aftur út í sjó Lítill kópur sem fannst illa haldinn á Suðurnesjum í morgun hefst nú við í Húsdýragarðinum. Markmiðið er að koma honum sem fyrst aftur heim í sjóinn. 17. janúar 2020 19:45
Kópurinn vannærður og þjáist af augnsýkingu Vonir standa til að hægt verði að sleppa kópnum. 21. janúar 2020 09:23
Kópur frá Suðurnesjum fær hjálp í Húsdýragarðinum Lögreglan á Suðurnesjum fann krúttlegan kóp í umdæminu fyrr í dag og var móðir hans hvergi sjáanleg. 17. janúar 2020 13:51