Forsætisráðherra segir "algjörlega ótímabært“ að ræða lagasetningu á verkföll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 12:00 Mótmælendur á vegum Eflingar stilltu sér upp í Silfurbergi Hörpu á meðan forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020 Vísir/Elín Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira
Mótmælendur Eflingar létu vel í sér heyra þegar jafnréttisþing 2020 var sett í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti þingið en hún segir algjörlega ótímabært að ræða það hvort komi til greina að setja lög á verkföll. Sjá einnig: Mótmælum Eflingar á jafnréttisþingi fagnað Katrín sagði í opnunarávarpi sínu að mikið hafi áunnist í jafnréttisbaráttunni á Íslandi á Íslandi á kjörtímabilinu. „Ég tók auðvitað lögin um jafnlaunavottun í arf frá síðustu ríkisstjórn og hef unnið að innleiðingu þeirra og það er ánægjulegt að segja frá því að nú ná þau til 51% launafólks af þeim sem heyra undir lögin. Þetta hefur farið að ganga mun hraðar núna á síðustu misserum og við eigum enn tíma eftir til að ljúka innleiðingu þannig að við erum orðin töluvert bjartsýn á að það muni takast,“ segir Katrín í samtali við fréttastofu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti opnunarávarp jafnréttisþings 2020.Vísir/Sigurjón Þá nefnir hún lög um þungunarrof og um kynrænt sjálfræði einnig sem dæmi. Enn blasi þó við stór verkefni sem þurfi að takast á við í jafnréttisbaráttunni. „Það er annars vegar endurskoðun jafnréttislaganna og síðan stór viðfangsefni sem er verið að skýra frá í skýrslu minni um jafnréttismál sem tengjast ekki síst þessum kynjaskipta vinnumarkaði sem við höfum á Íslandi,“ segir Katrín. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fór fremst í flokki mótmælenda sem létu í sér heyra eftir að forsætisráðherra hafði lokið máli sínu. „Hvað viljum við? -leiðréttingu, Hvenær? -Strax,“ heyrðust mótmælendur meðal annars kallast á. Forsætisráðherra kveðst binda vonir við að farsæl lausn náist í deilunni og ítrekar það sem hún hefur áður sagt um að hún telji rétt að lífskjarasamningarnir verði hafðir að leiðarljósi, enda miði þeir að því að hækka lægstu launin. Spurð hvort til greina komi að beita lagasetningu til að stöðva verkföll svarar Katrín: „Það tel ég algjörlega ótímabæra umræðu og ég sé það ekki fyrir mér á þessu stigi.“ Klippa: Mótmælendur hrópa slagorð á jafnréttisþingi
Jafnréttismál Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Fleiri fréttir Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Sjá meira