Trump gagnrýndur fyrir að ætla að náða Susan B Anthony Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:27 Donald Trump hyggst náða Susan B Anthony kvenréttindafrumkvöðul en hún var dæmd til að greiða hundrað dollara sekt fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu árið 1872. Hún greiddi sektina aldrei í mótmælaskyni. Getty/Alex Wong/Congress Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira