Meistaradeild Evrópu í eFótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2020 23:20 Ætli Bayern komist í úrslit í eMeistaradeildinni líka? M. Donato/Getty Images Ljóst er hvaða lið mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en hvaða „lið“ komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu í eFótbolta? Meistaradeildin í eFótbolta mun fara fram frá 20. til 22. ágústs. Alls var átta einstaklingum boðið að taka þátt. Allir eru þeir mjög færir í fótbolta, í tölvunni þar að segja. Verður mótið sett þannig upp að það verða spilaði tveir fjögurra liða riðlar og svo hefðbúndin útsláttarkeppni. Alls koma leikmennirnir átta frá þremur löndum. Fjórir eru frá Þýskalandi, þrír frá Bretlandi og einn frá Svíþjóð. Keppendur eMeistaradeildarinnar í ár.Skjáskot Rafíþróttir eru sífellt að verða vinsælari og alls horfðu yfir þrjár og hálf milljón á eMeistaradeild Evrópu á síðasta ári. Stöð 2 eSport sýnir beint frá öllum dögum keppninnar. Þann 20. ágúst er bein útsending frá 16:00 til 21:40. Þann 21. ágúst nær útsending frá 12:00 til 17:40 og á lokadeginum, þann 22. ágúst, nær útsendingin frá 16:00 til 21:00. Rafíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti
Ljóst er hvaða lið mætast í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en hvaða „lið“ komast í úrslit Meistaradeildar Evrópu í eFótbolta? Meistaradeildin í eFótbolta mun fara fram frá 20. til 22. ágústs. Alls var átta einstaklingum boðið að taka þátt. Allir eru þeir mjög færir í fótbolta, í tölvunni þar að segja. Verður mótið sett þannig upp að það verða spilaði tveir fjögurra liða riðlar og svo hefðbúndin útsláttarkeppni. Alls koma leikmennirnir átta frá þremur löndum. Fjórir eru frá Þýskalandi, þrír frá Bretlandi og einn frá Svíþjóð. Keppendur eMeistaradeildarinnar í ár.Skjáskot Rafíþróttir eru sífellt að verða vinsælari og alls horfðu yfir þrjár og hálf milljón á eMeistaradeild Evrópu á síðasta ári. Stöð 2 eSport sýnir beint frá öllum dögum keppninnar. Þann 20. ágúst er bein útsending frá 16:00 til 21:40. Þann 21. ágúst nær útsending frá 12:00 til 17:40 og á lokadeginum, þann 22. ágúst, nær útsendingin frá 16:00 til 21:00.
Rafíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti