Brúðkaup og tvær jarðarfarir á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. mars 2020 19:15 Um 50 manns koma að sýningunni á einn eða annan hátt í Litla leikhúsinu við Sigtún á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það gengur á ýmsu á sviðinu hjá Leikfélagi Selfoss þessa dagana þar sem trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og sukk og svínarí kemur meðal annars við sögu. Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi hefur iðað að lífi síðustu vikurnar því þar standa yfir æfingar frá morgni til kvölds á verkinu „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Um fimmtíu manns taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, þar af 24 leikarar. Verkið verður frumsýnt föstudagskvöldið 6. mars. „Það er trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og timburmenn, svall og svínarí, ofbeldi, ástarleikir og allt þarna á milli í verkinu, mikið fjör“, segir Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og bætir við að það sé alveg magnað að ekki stærra leikfélag en á Selfossi, sem byggir allt sitt á áhugafólki í sjálfboðavinnu skuli setja svona stórt og mikið verk á svið. „Já, þetta er alveg magnað leikfélag, ekki bara leikararnir og söngvararnir, heldur bara öll umgjörðin, allt fólkið sem kemur að þessu“, segir Rúnar. Djöflaeyjan verður frumsýnd föstudagskvöldið 6. mars. Uppselt er á frumsýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Leikfélag Selfoss er eitt af öflugu áhuga leikfélögum landsins og er alltaf að toppa sig með stærri og stærri verkum enda að gera mjög góða hluti. „Já, við erum sammála því, leikfélagið byggir náttúrulega á gömlum merg, er orðið 60 ára gamalt og við erum með þetta frábæra hús og góðan mannauð og við höfum trygga áhorfendur, þannig að fólk gerir bara ráð fyrir að við séum að gera góða hluti“, segja þær Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður félagsins og Guðfinna Gunnarsdóttir, sem taka þátt í uppfærslu leikritsins. Allir, sem taka þátt í sýningunni eru áhugaleikarar og leggja sitt framlag til félagsins í sjálfboðavinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Leikhús Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Það gengur á ýmsu á sviðinu hjá Leikfélagi Selfoss þessa dagana þar sem trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og sukk og svínarí kemur meðal annars við sögu. Litla leikhúsið við Sigtún á Selfossi hefur iðað að lífi síðustu vikurnar því þar standa yfir æfingar frá morgni til kvölds á verkinu „Þar sem Djöflaeyjan rís“ eftir Einar Kárason. Um fimmtíu manns taka þátt í sýningunni á einn eða annan hátt, þar af 24 leikarar. Verkið verður frumsýnt föstudagskvöldið 6. mars. „Það er trúlofun, brúðkaup, tvær jarðarfarir, endalaus partý og timburmenn, svall og svínarí, ofbeldi, ástarleikir og allt þarna á milli í verkinu, mikið fjör“, segir Rúnar Guðbrandsson, leikstjóri og bætir við að það sé alveg magnað að ekki stærra leikfélag en á Selfossi, sem byggir allt sitt á áhugafólki í sjálfboðavinnu skuli setja svona stórt og mikið verk á svið. „Já, þetta er alveg magnað leikfélag, ekki bara leikararnir og söngvararnir, heldur bara öll umgjörðin, allt fólkið sem kemur að þessu“, segir Rúnar. Djöflaeyjan verður frumsýnd föstudagskvöldið 6. mars. Uppselt er á frumsýninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Leikfélag Selfoss er eitt af öflugu áhuga leikfélögum landsins og er alltaf að toppa sig með stærri og stærri verkum enda að gera mjög góða hluti. „Já, við erum sammála því, leikfélagið byggir náttúrulega á gömlum merg, er orðið 60 ára gamalt og við erum með þetta frábæra hús og góðan mannauð og við höfum trygga áhorfendur, þannig að fólk gerir bara ráð fyrir að við séum að gera góða hluti“, segja þær Guðný Lára Gunnarsdóttir, formaður félagsins og Guðfinna Gunnarsdóttir, sem taka þátt í uppfærslu leikritsins. Allir, sem taka þátt í sýningunni eru áhugaleikarar og leggja sitt framlag til félagsins í sjálfboðavinnu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Leikhús Menning Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira