Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Jóhann K. Jóhannsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. mars 2020 14:56 Fjöldi viðbragðsaðila eru á vettvangi, meðal annars slökkviliðsmenn sem voru á rústabjörgunarnámskeiði þegar útkallið barst. Vísir/Vilhelm Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira
Alvarlegt slys varð á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu sem verið er að reisa í götunni. Að sögn Valgarðs voru tveir menn við vinnu sem lentu undir gólfinu sem er að líkindum steypt gólfplata. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir tilkynninguna sem barst á þriðja tímanum ekki hafa hljómað vel. Talað hafi verið um fjölda slasaðra eftir að steypt loft hefði hrunið og einhver væri mögulega undir rústunum. Fjöldi sjúkrabíla er mættur á vettvang auk slökkviliðsbíla og fulltrúa lögreglu.Vísir/JóiK „Fórnarlömbin reyndust tvö. Annað er farið á spítala og vinnan núna felst í því að komast að þeim sem er inni og undir þessum rústum.“ Nú sé unnið að því að tryggja aðstæður þannig að öryggi viðbragðsaðila sé í lagi áður en haldið verði inn. „Byggingin er ekki traust eins og er en við erum að tryggja aðstæður.“ Fjöldi viðbragðsaðila sinnir vinnu á vettvangi.Vísir/JóiK Hafsteinn telur að um þrjátíu manns séu við störf á vettvangi. „Það hittir þannig á að það var rústabjörgunarnámskeið hjá slökkviliðinu í gangi þannig að þau brugðust skjótt við og komu með allan sinn mannskap,“ segir Hafsteinn. Áfallateymi frá Rauða krossinum hefur verið ræst vegna slyssins. Eftir því sem fréttastofa kemst næst á byggingin að hýsa heilsugæsluna í Mosfellsbæ. Lögregla segir í tilkynningu á fimmta tímanum að ekki sé hægt að veita upplýsingar um ástand mannanna að svo stöddu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:39. Byggingin þar sem slysið varð.Vísir/Vilhelm Slökkviliðsmenn á vettvangi í dag.Vísir/Vilhelm
Mosfellsbær Sjúkraflutningar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Sjá meira