Bílaleigur draga saman seglin um fjörutíu prósent Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. mars 2020 07:00 Bílasala hefur dregist saman en almenningur er að bæta örlítið í. Vísir/Vilhelm 694 fólksbílar seldust í febrúar hér á landi. Um er að ræða 13,4% samdrátt miðað við sölu í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Bílgreinasambandsins. Ef salan er skoðuð með tilliti til kaupendahópa má sjá að sala til einstaklinga hefur aukist um 1% á milli ára. Samdráttur í bílasölu það sem af er ári hefur verið 14,9%. Árið 2019 seldust 1647 nýir bílar í janúar og febrúar, í ár seldust 1402 nýir bílar á sama tímabili. Samdráttinn má því allra helst reka til minni sölu til fyrirtækja, sérstaklega bílaleiga. Almenn fyrirtæki (önnur en bílaleigur) hafa dregið kaup á nýjum bílum saman um 1,8%. Bílaleigur hafa hins vegar dregið seglin saman um 41,1%. Vistvænir bílar sækja á og aukið framboð hreinna rafbíla virðist vera að leiða til aukinna vinsælda þeirra.Vísir/vilhelm Vistvænir bílar voru yfir helmingur seldra bíla í janúar og febrúar, samtals um 51,1% af sölu allra nýrra fólksbíla. Hreinir rafbílar eru þar stærstir með 19,6% og tengiltvinnbílar voru 17,2% seldra nýrra bíla. tvinnbílar voru 13,3% og metanbílar 0,9%. Ætla má að aukið úrval hreinna rafbíla standi einna helst fyrir þessum viðsnúningi. Framboðið mun halda áfram að aukast hratt næstu misserin. Bílar Tengdar fréttir 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
694 fólksbílar seldust í febrúar hér á landi. Um er að ræða 13,4% samdrátt miðað við sölu í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram á vef Bílgreinasambandsins. Ef salan er skoðuð með tilliti til kaupendahópa má sjá að sala til einstaklinga hefur aukist um 1% á milli ára. Samdráttur í bílasölu það sem af er ári hefur verið 14,9%. Árið 2019 seldust 1647 nýir bílar í janúar og febrúar, í ár seldust 1402 nýir bílar á sama tímabili. Samdráttinn má því allra helst reka til minni sölu til fyrirtækja, sérstaklega bílaleiga. Almenn fyrirtæki (önnur en bílaleigur) hafa dregið kaup á nýjum bílum saman um 1,8%. Bílaleigur hafa hins vegar dregið seglin saman um 41,1%. Vistvænir bílar sækja á og aukið framboð hreinna rafbíla virðist vera að leiða til aukinna vinsælda þeirra.Vísir/vilhelm Vistvænir bílar voru yfir helmingur seldra bíla í janúar og febrúar, samtals um 51,1% af sölu allra nýrra fólksbíla. Hreinir rafbílar eru þar stærstir með 19,6% og tengiltvinnbílar voru 17,2% seldra nýrra bíla. tvinnbílar voru 13,3% og metanbílar 0,9%. Ætla má að aukið úrval hreinna rafbíla standi einna helst fyrir þessum viðsnúningi. Framboðið mun halda áfram að aukast hratt næstu misserin.
Bílar Tengdar fréttir 16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent
16% samdráttur í sölu nýrra fólksbíla í janúar Um er að ræða rúmlega 16% samdrátt í sölu nýrra bíla í janúar í ár miðað við í janúar á síðasta ári. Í ár seldust 709 nýir fólksbílar í janúar en 846 árið 2019, samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu. 5. febrúar 2020 07:00