Björgunarfélag Árborgar varar við snjóflóðahættu í Ingólfsfjalli. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Björgunarfélagsins þar sem einnig er birt mynd af fjallinu þar sem sést hvernig stórt snjóflóð hefur fallið í fjallinu nærri gönguleiðinni.
Biður Björgunarfélagið fólk um að sýna aðgát og forðast að ganga undir stórar hengjur.
„Við teljum hættu á að annað flóð gæti fallið í grennd við hitt en okkar fólk er að kanna aðstæður á svæðinu,“ segir í færslunni sem sjá má hér fyrir neðan.