Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. mars 2020 20:00 Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. vísir/vilhelm Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið. Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðar konur, einkum konur með þroskahömlun, eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi, er ófatlaðar kynsystur þeirra. „Það kemur reglulega upp að við erum að skoða mál þar sem við erum að byggja á því að það sé nauðgun sem felst þá í því að stunda kynferðismörk við konu eða mann sem er með það mikla þroskaskerðingu að viðkomandi geti ekki gefið upplýst samþykki fyrir kynmökunum,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir, héraðssaksóknari. Þrjátíu og sjö mál af þessum toga hafa verið til rannsóknar hjá lögreglunni frá árinu 2016. Héraðssaksóknari fer með ákæruvald í málunum. Í fyrra voru málin fjögur. Sama ár voru gefnar út tvær ákærur en í öðru málanna voru brotaþolar fjórar konur. Kolbrún segir að lang flest málin séu þannig að ófatlaðir menn hafi kynmök við fatlaðar konur. Grunur vakni svo um að konurnar hafi ekki geta veitt upplýst samþykki sökum fötlunar sinnar. Í sumum málanna hafi aðstandendur lagt fram kæru. „Fatlað fólk nýtur sjálfákvörðunarréttar eins og ófatlað fólk og fólk með þroskahömlun býr við kynfrelsi eins og aðrir en hins vegar geta komið upp aðstæður þar sem um er að ræða mjög mikla þroskahömlun og mikinn aðstöðumun milli þolanda og geranda og þá getur verið um að ræða nauðgun eða önnur kynferðisbrot,“ segir Kolbrún. Hún bendir á að málin þrjátíu og sjö eigi bara við um nauðgun. Mál sem varða kynferðislega áreitni í garð fólks með þroskahömlun séu talsvert fleiri en ekki hefur verið haldið sérstaklega utan um fjöldann. Kompás fjallar um dökka hlið á vændi Á morgun fjallar Kompás um dökka hlið á kynferðisbrotum gegn konum með þroskahömlun: þær sem hafa leiðst úr í vændi. Í þættinum er greint frá nokkrum vændismálum sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði á síðasta ári og fötluð vændiskona lýsir reynslu sinni. „Ég er að kæra tvö mál núna sem ég er búin að lenda í misþyrmingu sem partur af vændi. Það fór bara lengra og hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði honum að þetta væri svolítið sem hann ætti ekki að gera og bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði,“ segir kona með þröskahömlun sem stundað hefur vændi í nokkur ár. Nánar er rætt við konuna í Kompás sem birtist á Vísi klukkan níu í fyrramálið.
Kompás Lögreglumál Tengdar fréttir "Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
"Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30