Bað fólk að sýna samstöðu vegna röskunar á skólastarfi Birgir Olgeirsson skrifar 17. mars 2020 17:08 Víðir Reynisson hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Sjá meira
Foreldrar eru margir hverjir ósáttir við hvernig tilhögun á starfi leik- og grunnskóla er á meðan samkomubanninu stendur. Hefur starfið raskast mikið og fá sum börn ekki kennsla nema part úr degi nokkrum sinnum í viku. Á fundi Almannavarna í Skógahlíð var Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, spurður hvort þetta hafi verið það sem Almannavarnir bjuggust við þegar tilkynnt var í síðustu viku að leik- og grunnskólar yrðu opnir í samkomubanninu. „Við áttum von á að það yrði mjög mikil röskun á þessu. Við vildum reyna allt sem hægt var að til að halda uppi einhverju skólastarfi. Við fórum vel yfir þetta á laugardag með forsvarsmönnum kennarasamtakanna og fulltrúa úr menntakerfinu. Það var alveg ljóst á þeirri yfirferð að það yrði mjög mikil skerðing, sérstaklega í stærri skólunum þar sem þetta gæti verið mjög erfitt í framkvæmd, þannig að þetta kemur okkur ekki sérstaklega á óvart,“ segir Víðir. Æfingar hjá íþróttafélögum hafa sömuleiðis fallið niður í einhverjum tilvikum sem vekur undran sumra. Víðir sagði ástæðuna fyrir því einfalda. „Við báðum íþróttahreyfinguna um að þeir myndu gefa okkur andrými til að ljúka því að skipuleggja skólanna. Þetta heyrir undir sama fólkið í ráðuneytunum, útfærslur á þessum málum. Og við lögðum áherslu á að klára skólamálin, koma þeim í gang tryggja að það myndi virka. Næsta verkefni varðar íþróttafélögin. En það er alveg augljóst að margar íþróttagreinar verður ekki hægt að stunda á venjulegan hátt næstu vikurnar, það held ég að sé öllum ljóst sem vita hvernig þeir virka.“ Greint var frá því á Vísi í dag að almannavarnir hefðu tekið saman lista yfir það starfsfólk sem er í framlínustörfum og fær þar af leiðandi forgang að grunn- og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna kórónuveirunnar. Listinn telur þúsundir en á honum eru ráðherrar, ráðuneytisstjórar, lögreglumenn, sjúkraflutningamenn, starfsfólk sjúkrahúsa og starfsfólk í leik- og grunnskólum. Víðir átti ekki von á því að sá listi yrði útvíkkaður eitthvað frekar. „Við tökum öllum ábendingum um listann en það verður minna gagn af honum því stærri sem hann er. Við reyndum að hafa þetta frekar vítt í upphafi til að reyna að tryggja starfsemi víða. Það getur verið að ef skólastarf skerðist frekar að hann verði skorinn niður frekar en hitt,“ sagði Víðir. Þá myndi hann á að samfélagið muni ekki ganga sinn vanagang næstu fjórar vikurnar. „Ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir því þá vona ég að það sé að renna upp fyrir þeim núna. Við erum búin að færa til okkar daglegu viðmið og það reynir á alla. Það er enginn sem sleppur við þetta. Þetta virkar ekki nema við gerum þetta öll saman. Það mun reyna á atvinnurekendur og okkur öll,“ sagði Víðir en minnti á að með samstöðu ætti þjóðin að komast í gegnum þetta ástand.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent David Lynch er látinn Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Fleiri fréttir „Það kvikindi sem ég myndi síst vilja fá heim til mín“ Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Sjá meira
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent
Ofsótti lesbíur um margra mánaða skeið: „Það er ekkert ólöglegt að segja að ég vilji kála henni“ Innlent