Blóðhundurinn í spyrnu aldarinnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 27. mars 2020 07:00 Blóðhundurinn í gömlum litum. Vísir/Getty Í fréttinni er að finna myndband sem ber saman meðal fólksbíl, Bugatti Chiron, Formúlu 1 bíl og landhraðametsbílinn Blóðhundinn. Myndbandið kemur frá teyminu sem vinnur að Blóðhundinum. Engar prófanir eru í gangi sökum COVID 19 faraldursins. Teymið hefur því dundað sér við útreikninga og gerð þessa áhugaverða myndbands. Þar má sjá hversu hægur hinn hefðbundni fólksbíll er í samanburði við Blóðhundinn.Á meðan fólksbíllinn er að komast upp í 100 km/klst. nær Blóðhundurinn rúmlega 170 km/klst. en á sama tíma er Bugatti Chiron kominn á um 235 km/klst. og Formúlu 1 bíllinn er á 273 km/klst. Blóðhundurinn sækir þó á og er byggður til að halda stöðugt áfram að auka hraðan, ekki komast hratt af stað. Eftir 18 sekúndur er Blóðhundurinn farinn að láta Chiron sem þá er á um 330 km/klst. líta út fyrir að fara hægt yfir. Blóðhundurinn er þá kominn á 444 km/klst. og tekur fram úr Chiron. Einungis sekúndu seinna tekur hann svo fram úr Formúlu 1 bílnum sem er kominn á hámarkshraðann sinn, um 320 km/klst., Blóðhundurinn er þá kominn á um 478 km/klst. Chiron nær svo Formúlu 1 bílnum eftir 29 sekúndur á um 385 km/klst. Þá hins vegar er Blóðhundurinn kominn á um 715 km/klst. Hann heldur svo áfram upp í 1011 km/klst. á 50 sekúndum. Markmiðið með smíði Blóðhundsins er að rjúfa 1609 km/klst. múrinn (1000 mílur á klukkustund). Prófanir munu halda áfram um leið og það verður orðið öruggt. Bílar Tengdar fréttir Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. 29. október 2019 14:00 Blóðhundurinn nær 740 km/klst Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni. 5. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Í fréttinni er að finna myndband sem ber saman meðal fólksbíl, Bugatti Chiron, Formúlu 1 bíl og landhraðametsbílinn Blóðhundinn. Myndbandið kemur frá teyminu sem vinnur að Blóðhundinum. Engar prófanir eru í gangi sökum COVID 19 faraldursins. Teymið hefur því dundað sér við útreikninga og gerð þessa áhugaverða myndbands. Þar má sjá hversu hægur hinn hefðbundni fólksbíll er í samanburði við Blóðhundinn.Á meðan fólksbíllinn er að komast upp í 100 km/klst. nær Blóðhundurinn rúmlega 170 km/klst. en á sama tíma er Bugatti Chiron kominn á um 235 km/klst. og Formúlu 1 bíllinn er á 273 km/klst. Blóðhundurinn sækir þó á og er byggður til að halda stöðugt áfram að auka hraðan, ekki komast hratt af stað. Eftir 18 sekúndur er Blóðhundurinn farinn að láta Chiron sem þá er á um 330 km/klst. líta út fyrir að fara hægt yfir. Blóðhundurinn er þá kominn á 444 km/klst. og tekur fram úr Chiron. Einungis sekúndu seinna tekur hann svo fram úr Formúlu 1 bílnum sem er kominn á hámarkshraðann sinn, um 320 km/klst., Blóðhundurinn er þá kominn á um 478 km/klst. Chiron nær svo Formúlu 1 bílnum eftir 29 sekúndur á um 385 km/klst. Þá hins vegar er Blóðhundurinn kominn á um 715 km/klst. Hann heldur svo áfram upp í 1011 km/klst. á 50 sekúndum. Markmiðið með smíði Blóðhundsins er að rjúfa 1609 km/klst. múrinn (1000 mílur á klukkustund). Prófanir munu halda áfram um leið og það verður orðið öruggt.
Bílar Tengdar fréttir Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. 29. október 2019 14:00 Blóðhundurinn nær 740 km/klst Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni. 5. nóvember 2019 14:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Landhraðametsbíllinn Blóðhundur við prófanir Bloodhound LSR (Blóðhundurinn) er þessa dagana við prófanir á Hakskeen flötunum í Suður Afríku. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hann ná 160 km/klst. 29. október 2019 14:00
Blóðhundurinn nær 740 km/klst Landhraðametsbíllinn Blóðhundurinn náði fyrir helgina 740 km/klst. Myndband má sjá af bílnum á þeim hraða í fréttinni. 5. nóvember 2019 14:00