Covid 19 deild opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2020 12:15 Fimm rúm eru á nýju deildinni á sjúkrahúsinu á Selfossi, sem var komið upp vegna Kórónuveirunnar. Heilbrigðisstofnun Suðurlands Sérstök deild hefur verið opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi fyrir þá sem veikjast mikið af Covid 19 veirunni. Mikið álag er á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna veikinnar en tveir starfsmenn hafa greinst með smit og nokkrir eru í sóttkví. Níu heilsugæslustöðvar, tvö sjúkrahús og tvær sjúkradeildir, auk sjúkraflutninga eru starfandi á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hjá stofnuninni vinna 550 manns. Mikið álag er á öllum vegna Covid 19 veirunnar og nú hefur verið opnuð sérstök lokuð deild á sjúkrahúsinu fyrir allt sem við kemur veirunni. „Við settum þessa deild upp í gær, sem varúðarráðstöfun. Núna er það þannig að allir, sem veikjast og eru í meðferð leggjast inn á Landsspítalann en þetta er meira hjá okkur að hafa deildina ef að illa fer og við þurfum að taka á við sjúklingum, það yrði kannski ófært og við kæmum þeim ekki inn á Landsspítala. Á deildinni er líka verið að undirbúa vinnuna fyrir sýnatöku og annað“, segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Pláss er fyrir fimm sjúklinga á deildinni.Tveir starfsmenn stofnunarinnar, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir og nokkrir komnir í sóttkví.Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún tók við starfinu 1. október síðastliðinn.EinkasafnDíana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar. Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný tekin við starfi forstjóra stofnunarinnar. „Já, þetta er pakki til að takast á við, ekki bara hjá mér heldur í öllum heilbrigðisgeiranum. Mér líst nú þannig á þetta að það ríkir óvissuástand, við vitum í sjálfum sér ekki hvað bíður okkar. En við höfum bara gert ráðstafanir og við fylgjum tilmælum sóttvarnarlæknis. Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýn og ég veit það það birtir til aftur,“ segir Díana. Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Sérstök deild hefur verið opnuð á sjúkrahúsinu á Selfossi fyrir þá sem veikjast mikið af Covid 19 veirunni. Mikið álag er á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands vegna veikinnar en tveir starfsmenn hafa greinst með smit og nokkrir eru í sóttkví. Níu heilsugæslustöðvar, tvö sjúkrahús og tvær sjúkradeildir, auk sjúkraflutninga eru starfandi á vegum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Hjá stofnuninni vinna 550 manns. Mikið álag er á öllum vegna Covid 19 veirunnar og nú hefur verið opnuð sérstök lokuð deild á sjúkrahúsinu fyrir allt sem við kemur veirunni. „Við settum þessa deild upp í gær, sem varúðarráðstöfun. Núna er það þannig að allir, sem veikjast og eru í meðferð leggjast inn á Landsspítalann en þetta er meira hjá okkur að hafa deildina ef að illa fer og við þurfum að taka á við sjúklingum, það yrði kannski ófært og við kæmum þeim ekki inn á Landsspítala. Á deildinni er líka verið að undirbúa vinnuna fyrir sýnatöku og annað“, segir Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Pláss er fyrir fimm sjúklinga á deildinni.Tveir starfsmenn stofnunarinnar, sem starfa á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum eru smitaðir og nokkrir komnir í sóttkví.Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands en hún tók við starfinu 1. október síðastliðinn.EinkasafnDíana segir mikið álag á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurlands eins og á öðrum heilbrigðisstofnunum vegna Covid 19 veirunnar. Sjálf hefur hún fengið eldskírn því hún er ný tekin við starfi forstjóra stofnunarinnar. „Já, þetta er pakki til að takast á við, ekki bara hjá mér heldur í öllum heilbrigðisgeiranum. Mér líst nú þannig á þetta að það ríkir óvissuástand, við vitum í sjálfum sér ekki hvað bíður okkar. En við höfum bara gert ráðstafanir og við fylgjum tilmælum sóttvarnarlæknis. Ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýn og ég veit það það birtir til aftur,“ segir Díana.
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira