Eldur í íbúðarhúsi eldri borgara í Breiðholti Vésteinn Örn Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 21. ágúst 2020 18:20 Af vettvangi. Vísir/Aðsend Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri Slökkvilið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Eldur kom upp í íbúðarhúsi eldri borgara í Árskógum í Breiðholti nú fyrir stuttu. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Einn var fluttur á slysadeild til skoðunar en er hann ekki talinn mikið slasaður. Fréttamaður Vísis er á vettvangi. Búið er að slökkva eldinn á svölum íbúðar á þriðju hæð og er enginn eldur sjáanlegur utan frá. Viðbúnaður slökkviliðs er þó enn mikill á svæðinu. Fjórir slökkvibílar eru á vettvangi auk sjúkrabíla og lögreglu. Slökkvistarfi að mestu lokið og engin slys á fólki Ari Jóhannes Hauksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að búið sé að ná tökum á eldinum. „Við fengum fyrir skammri stundu síðan tilkynningu um eld á svölum á þriðju hæð. Það var talað um að það væri eldur í gasgrilli. Þegar við komum hérna á staðinn þá logar mikill eldur hérna á svölunum, þannig það komu allar fjórar stöðvarnar á staðinn,“ segir Ari. Húsið hafi þá verið rýmt og verið sé að meta aðrar íbúðir í húsinu og skoða aðstæður. Ari segir að búast megi við að miklar skemmdir hafi hlotist af eldinum. Hann hafi náð að læsa sig í klæðningu á svölunum og mögulega komist eitthvað inn í íbúðina. „Í þessu tilfelli varð engum meint af, vona ég. En auðvitað er sárt að lenda í svona.“ Hann segir þá að nú fari að líða að því að hægt verði að senda hluta slökkviliðs á vettvangi í burtu. Reykkafari sé að meta íbúðir á efri hæðum hússins og í framhaldinu verður tekin ákvörðum um hvort og þá hvaða íbúðir þurfi að reykræsta. Ari Jóhannes Hauksson er varðstjóri hjá slökkviliðinu.Vísir/Egill Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:50. Vísir/Andri Vísir/Andri
Slökkvilið Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira