Aldrei meiri samdráttur í umferðinni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. apríl 2020 07:00 Frá Reykjanesbraut. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við mars í fyrra. Þá var samdráttur mestur við Mýrdalssand eða 52,3 prósent. Ljóst er að samkomubann vegna COVID-19 faraldursins er að hafa gríðarleg áhrif, að ógleymdum ferðatakmörkunum sem hafa nánast alveg komið í veg fyrir að ferðamenn komi til landsins.Skýringamynd sem sýnir vel hversu mikill samdrátturinn hefur verið.Vísir/VegagerðinHöfuðborgarsvæðið Mesti samdráttur umferðar á höfuðborðarsvæðinu hingað til hefur var 9,1 prósent. Það var í apríl 2009 borið saman við sama mánuð árið á undan. Munurinn þá skýrðist af efnahagshruninu seint á árinu 2008. Mestur varð samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu á Hafnarfjarðarvegi, rúm 27%. Umferð dróst minnst saman um Vesturlandsveg, um tæp 18%. Meðal sólarhringsumferðin um mælisniðin þrjú var tæpum 35 þúsund ökutækjum minni en í sama mánuði í fyrra. Talningin um sniðin í mars í ár jafnast á við mars 2014.Mynd sem sýnir samdrátt umferðar um Hringveginn.Vísir/VegagerðinHringvegurinn Samtals dróst umferð um Hringveginn saman um 24,4%. Mestur varð samdrátturinn við Mýrdalssand, 52,3%. Samdrátturinn á einstaka mælistöðum var frá 16,6% við Úlfarsfell og upp í áðurnefnd 52,3% á Mýrdalssandi. Umferð um Hringveginn í mars í ár er um það bil mitt á milli mars mánaðar 2015 og 2016. Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. 10. mars 2020 07:00 Allt að 42% samdráttur í umferð á Hringveginum Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar af mars mánuði hefur umferð á hringveginum dregist saman um að meðaltali um 20-25% og upp í 42% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð dregist saman um 10,1% ef miðað er við sama tíma í fyrra. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 21 prósent í mars samanborið við mars í fyrra. Þá var samdráttur mestur við Mýrdalssand eða 52,3 prósent. Ljóst er að samkomubann vegna COVID-19 faraldursins er að hafa gríðarleg áhrif, að ógleymdum ferðatakmörkunum sem hafa nánast alveg komið í veg fyrir að ferðamenn komi til landsins.Skýringamynd sem sýnir vel hversu mikill samdrátturinn hefur verið.Vísir/VegagerðinHöfuðborgarsvæðið Mesti samdráttur umferðar á höfuðborðarsvæðinu hingað til hefur var 9,1 prósent. Það var í apríl 2009 borið saman við sama mánuð árið á undan. Munurinn þá skýrðist af efnahagshruninu seint á árinu 2008. Mestur varð samdrátturinn á höfuðborgarsvæðinu á Hafnarfjarðarvegi, rúm 27%. Umferð dróst minnst saman um Vesturlandsveg, um tæp 18%. Meðal sólarhringsumferðin um mælisniðin þrjú var tæpum 35 þúsund ökutækjum minni en í sama mánuði í fyrra. Talningin um sniðin í mars í ár jafnast á við mars 2014.Mynd sem sýnir samdrátt umferðar um Hringveginn.Vísir/VegagerðinHringvegurinn Samtals dróst umferð um Hringveginn saman um 24,4%. Mestur varð samdrátturinn við Mýrdalssand, 52,3%. Samdrátturinn á einstaka mælistöðum var frá 16,6% við Úlfarsfell og upp í áðurnefnd 52,3% á Mýrdalssandi. Umferð um Hringveginn í mars í ár er um það bil mitt á milli mars mánaðar 2015 og 2016.
Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. 10. mars 2020 07:00 Allt að 42% samdráttur í umferð á Hringveginum Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar af mars mánuði hefur umferð á hringveginum dregist saman um að meðaltali um 20-25% og upp í 42% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð dregist saman um 10,1% ef miðað er við sama tíma í fyrra. 25. mars 2020 07:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent
Umferð dregst saman á höfuðborgarsvæðinu Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 0,9% í febrúar í ár miðað við febrúar í fyrra skv. mælingum Vegagerðarinnar. Leita þarf aftur til febrúar 2011 til að finna meiri samdrátt á sama árstíma. 10. mars 2020 07:00
Allt að 42% samdráttur í umferð á Hringveginum Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar af mars mánuði hefur umferð á hringveginum dregist saman um að meðaltali um 20-25% og upp í 42% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð dregist saman um 10,1% ef miðað er við sama tíma í fyrra. 25. mars 2020 07:00