Hornfirðingar ætla að spýta í vegna ástandsins Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. apríl 2020 12:15 Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Engin kemur að Jökulsárlóni lengur og búið er að loka nánast öllum hótelum á Höfn í Hornafirði og í sveitunum þar í kring vegna kórónaveirunnar. Fiskvinnsla gengur hins vegar vel á staðnum og sveitarfélagið ætlar að efla vinnuskólann í sumar. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar. Átta einstaklingar á staðnum hafa smitast af veirunni. Ferðaþjónusta hefur verið mjög öflug atvinnugreina í Sveitarfélaginu Hornafirði en nú er ekkert að frétta af þeim vettvangi. „Við erum verulega háð ferðaþjónustu en nú hefur algjörlega skrúfast fyrir hana á núll einni eins og svo sem annars staðar. Það eru nú þegar nokkur hótel búin að loka alveg. Við erum með um 2.500 gistirými í sveitarfélaginu og ofan á 2.400 manna íbúafjölda þannig að það hefur gríðarleg áhrif á rekstur þessara fyrirtækja að geta ekki haldið áfram starfsemi“, segir Matthildur Ásmundardóttir bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Matthildur segir að nú komi nánast engin á einn fjölmennasta ferðamannastað landsins, Jökulsárlón vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er bara súrrealískt, maður áttar sig núna á hvað ferðamennirnir hafa verið fjölmennir hjá okkur og svo er allt í einu klippt á strenginn og það er ekkert eftir, þetta er mjög skrýtið ástand“, segir Matthildur. Íbúar á Höfn í Hornafirði og næsta nágrenni finna fyrir miklum samdrætti eins og aðrir landsmenn vegna kórónaveirunnar, ekki síst í sambandi við ferðaþjónustu.Sveitarfélagið Hornafjörður.Þrátt fyrir ástandið segir bæjarstjórinn að sveitarfélagið ætli að reyna að spýta í hvað varðar verkefni þannig að þeir sem hafa misst vinnuna geti fengið eitthvað að gera. „Já, við erum með í skoðun að skipuleggja vinnuskólann með markvissari hætti heldur en hefur verið undanfarin ár. Það hefur verið mjög lítil aðsókn í vinnuskólann undanfarin ár, bara ungir krakkar en við erum að reyna að týna saman verkefni, sem hægt er að fara í núna þetta ár þannig að við getum boðið fleiri vinnu við það“. Þá sé líka verið að skoða markaðssetningu tengt ferðaþjónustu í samvinnu við Markaðsstofu Suðurlands. Á Höfn eru nokkur öflug fiskvinnslufyrirtæki, þar gengur vel. „Já, þær fréttir sem ég heyri núna er að það er ágætis fisksala sem stendur en það mun reyna á þegar humarvertíðin hefst og svo erum við auðvitað líka að glíma við loðnubrest hér sem annars staðar“, segir Matthildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hornafjörður Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira