ÍBV er komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins eftir 2-1 sigur á Fram í Vestmannaeyjum í gærkvöldi.
Frederico Bello Saraiva, betur þekktur sem Fred, kom Fram yfir á 20. mínútu með ansi laglegu marki.
Framarar leiddu í hálfleik en Eyþór Daði Kjartansson jafnaði metin eftir klukkutímaleik.
Það var svo í uppbótartíma sem annar Eyjamaður, Róbert Aron Eysteinsson, skoraði og tryggði ÍBV sæti í undanúrslitin.
Eyjamenn eru fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en hinar viðureigninnar eru á milli FH og Stjörnunnar, Breiðablik og KR og Valur og HK.