Ver frelsi til að vera berbrjósta í sólbaði Atli Ísleifsson skrifar 26. ágúst 2020 07:53 Sífellt færri konur kjósa að fara í sólbað berbrjósta og er iðjan fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Getty Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna. Frakkland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Innanríkisráðherra Frakklands hefur varið þá iðju kvenna að vera berbrjósta í sólbaði eftir að lögreglumenn í landinu báðu hóp kvenna að hylja sig þar sem þær voru í sólbaði á strönd í suðurhluta landsins. BBC segir frá því að tveir lögreglumenn hafi nálgast þrjár konur á ströndinni í Sainte-Marie-La-Mer eftir kvörtun frá fjölskyldu á ströndinni sem hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin. Fréttir af viðbrögðum lögreglumannanna hafi valdið mikilli reiði á samfélagsmiðlum sem og víðar í landinu. „Frelsið er verðmætt,“ sagði innanríkisráðherrann Gérald Darmanin í tísti þar sem hann lýsti yfir stuðningi við konurnar. Rangt hafi verið að biðja konurnar um að hylja sig með klæðum. C est sans fondement qu il a été reproché à deux femmes leur tenue sur la plage.La liberté est un bien précieux. Et il est normal que l administration reconnaisse ses erreurs. #SainteMarielaMer https://t.co/eIWeOEBhBp— Gérald DARMANIN (@GDarmanin) August 25, 2020 Lögregla í Pyrenees-Orientales greindi frá atvikinu á Facebook, en það átti sér stað í síðustu viku. Ekki er bannað að stunda sólbað berbrjósta í Frakklandi, þó að einstaka sveitarfélög geti bannað þá iðju með reglugerðum. Engum slíkum reglum hefur hins vegar komið á í Sainte-Marie-La-Mer. Sífellt færri BBC vísar í könnun síðunnar VieHealthy frá árinu 2019 þar sem segir að sífellt færri franskar konur kjósi að fara í sólbað berbrjósta og að iðjan sé fátíðari meðal franskra kvenna en til dæmis á Spáni og Þýskalandi. Segir að 22 prósent franskra kvenna hafi farið í sólbað berbrjósta, samanborið við 48 prósent spænskra kvenna og 34 prósent þýskra kvenna.
Frakkland Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira