Börnin í Ísaksskóla grétu þegar battavöllurinn var horfinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2020 13:38 Sparkvöllurinn stóð á gervigrasinu fjær. Nágrannakonan býr í gráa húsinu sem stendur næst vellinum. Vísir/Vilhelm „Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07. Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
„Það var grátið,“ segir Sigríður Anna Guðjónsdóttir, skólastjóri Ísaksskóla, um viðbrögð barna í skólanum þegar þau mættu eftir sumarfrí og sáu að vinsæll fótboltavöllur á skólalóðinni var horfinn. Um er að ræða battavöll í flottari kantinum sem notið hefur mikilla vinsælda, svo mikilla að fólk á öllum aldri sparkar þar bolta langt fram á kvöld. Battar eru veggir sem loka vellinum og gera að verkum að boltinn er alltaf í leik. Iðkunin hefur komið illa við íbúa í húsi sem stendur við völlinn. Fór svo að fulltrúi á skipulags- og umhverfissviði lagði til til að völlurinn yrði tekinn niður í framhaldi af beiðni Ísaksskóla um breytingar á deiliskipulagi vegna vallarins, sem þegar hafði staðið í á annað ár. Þá tillögu féllst borgarráð á í júlí. Ljóst er að völlurinn var reistur án þess að nauðsynlegar breytingar á deiliskipulagi höfðu verið samþykktar. „Þetta er búin að vera ólýsanlega martröð en henni er sem betur fer lokið,“ segir Ingibjörg Halldórsdóttir, íbúi í Skaftahlíð, í samtali við Morgunblaðið. „Þetta er eins og að koma út í sveit, borið saman við það sem áður var.“ Skilur afstöðu nágrannakonunnar Battavöllurinn hefur verið í notkun í á annað ár en um er að ræða gjöf fyrrverandi nemanda skólans. Þar var áður malbikað svæði með tveimur litlum mörkum. „Við erum auðvitað mjög leið að þessi dásemdarvöllur sé farin,“ segir Sigríður skólastjóri. Hún skilji þó nágrannakonuna mjög vel. Völlurinn hafi notið mikilla vinsælda fram á nótt með tilheyrandi látum. Svona leit battavöllurinn út sem reistur var á Ísaksskóla. Hún nefnir að völlurinn hafi verið settur upp með vitunda Reykjavíkurborgar. Hins vegar hafi ekki verið leyfi fyrir hárri girðingu sem reisa þurfti kringum völlinn til að varna því að boltar færu á lóð nágranna. Hafi hún raunar ekki vitað að byrjað væri að reisa hana fyrr en það verk var komið í gang. Ekki allt fengið í þessu lífi „Við höldum áfram að spila fótbolta og það er búið að lækka girðinguna og taka battana,“ segir Sigríður. Fótbolti hafi verið spilaður í Ísaksskóla í fimmtíu til sextíu ár. Úr skólanum hafi komið margt gott fótboltafólk og íþróttin mjög vinsæl í frímínútum og útiveru. Má nefna Elínu Mettu Jensen markadrottningu í Val sem og Matthías Guðmundsson sem er starfsmaður við skólann í dag. „Við erum allavega komin með gervigras, mjúkt undirlag. Og börnin fá mörk í næstu viku,“ segir Sigríður. Völlurinn hefði verið algjör snilld hefði hann ekki truflað einhvern. „En það er ekki allt fengið í þessu lífi. Við erum bara sátt,“ segir Sigríður og hlakkar til að fá lítil mörk á völlinn í næstu viku. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 16:07.
Börn og uppeldi Fótbolti Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira