Ásdís endaði magnaðan feril með mögnuðum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 12:00 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud með sínu fólki eftir lokamótið en myndin er af fésbókarsíðu hennar. Mynd/Fésbókin Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020 Frjálsar íþróttir Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud endaði á dögunum magnaðan feril sinn þegar hún keppti í síðasta skiptið á Castorama mótinu í Svíþjóð. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud er þekktust fyrir árangur sinn í spjótkasti en hún hefur einnig keppt í öðrum kastgreinum á ferlinum. Frjálsíþróttasambandið sagði frá mögnuðum endi á mögnuðum ferli hennar. Ásdís ákvað að enda síðasta mótið á því að keppa í öllum fjórum kastgreinunum á sama degi. Ásdís keppti þannig í kastgreinunum fjórum; kúluvarpi, spjótkasti, kringlukasti og sleggjukasti. Í kúluvarpi kastaði hún 15,78 metra, í spjótkasti 60,49 metra, í kringlukasti 52,29 metra og 42,43 metra í sleggjukasti. Ásdís Hjálmsdóttir Annerud keppti í gær í síðasta skiptið á ferlinum á Castorama mótinu í Svíþjóð. ...Posted by Frjálsíþróttasamband Íslands on Miðvikudagur, 26. ágúst 2020 Íslandsmet Ásdísar í spjótkasti er 63,43 metrar sem hún setti í Finnlandi í júlí árið 2017. Ásdís bætti metið fyrst árið 2005 þegar hún kastaði 57,10 metra og bætti það í heildina sjö sinnum. Ásdís á einnig Íslandsmetið í kúluvarpi utanhúss. Hún setti það í október á síðasta ári og þá hafði metið staðið í 27 ár. Ásdís hefur átt magnaðan íþróttaferil og verið með þeim fremstu í heiminum í sinni grein í meira en áratug. Hún hefur keppt á fimm Evrópumeistaramótum og fimm Heimsmeistaramótum. Á Evrópumotnu náði hún bestum árangri þegar hún lenti í áttunda sæti í Hollandi árið 2016 og á heimsmeistaramótinu var besti árangurinn hennar þegar hún varð ellefta í London 2017. Ásdís keppti á þrennum Ólympíuleikum, árin 2008, 2012 og 2016. Ásdís komst í úrslit á Ólympíuleikunum í London 2012. Ásdís hafði sett stefnuna á að keppa á sínum fjórðu leikum í Tókýó í sumar en þeim var frestað um eitt ár og fara því fram sumarið 2021. En þrennir Ólympíuleikar á ferlinum er árangur sem allir heimsklassa íþróttamenn geta verið stoltir af. Castorama record 3732 points What a way to finish! Right now I am in awe and have no words about how...Posted by Ásdís Hjálmsdóttir Annerud on Þriðjudagur, 25. ágúst 2020
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn „Við bara brotnum“ Körfubolti Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira