Solla hafnaði þátttöku í þáttunum Chef´s Table en sér eftir því núna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 11:21 Solla flæktist óvart inn í deilu um bólusetningar og vissi ekkert hvað væri í gangi. Skjáskot/Youtube „Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira