Rússar segja engin ummerki um glæp í máli Navalny Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 13:57 Alexei Navalny er í dái á sjúkrahúsi í Þýskalandi. AP/Pavel Golovkin Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Rússneskir saksóknarar segja enga þörf á glæparannsókn varðandi það hvort eitrað hafi verið fyrir Alexei Navalny, eins leiðtoga stjórnarandstæðunnar í Rússlandi og mikils gagnrýnanda Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þeir segja bráðabirgðarannsókn þeirra á málinu ekki hafa sýnt fram á að glæpur hafi átt sér stað. Navalny, sem er 44 ára gamall og einn fyrirferðamesti andstæðingur Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og hefur þar að auki barist gegn spillingu í landinu, missti meðvitund í flugi frá Síberíu til Moskvu í síðustu viku. Hann féll fljótt í dá og var hann sagður í stöðugu en alvarlegu ástandi. Aðstandendur hans sögðust strax telja að eitrað hafi verið fyrir honum og vildu fá hann fluttan til Þýskalands. Læknarnir í Omsk sögðu ástand hans of slæmt til að flytja hann en aðstandendur hans brugðust reiðir við. Bæði treysta þau ekki yfirvöldum í Rússlandi og sögðust viss um að markmiðið væri að bíða þar til öll ummerki eitrunar væru farin úr blóði Navalny. Navalny var svo fluttur til Þýskalands á laugardaginn, eftir að þýskir læknar höfðu fengið að skoða hann og lýstu því yfir að hann væri nógu hraustur til flutninga. Í Þýskalandi sögðust læknar fljótt hafa fundið ummerki eitrunar. Nú er unnið að því að staðfesta það og reyna að bera kennsl á eitrið, samkvæmt frétt BBC. Læknar á sjúkrahúsinu í Omsk í Rússlands höfðu áður sagt að ekki hefði verið eitrað fyrir Navalny. Neita að nefna Navalny á nafn Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, segir þýsku læknana hafa farið fram úr sjálfum sér í yfirlýsingum sínum. Peskov og Kreml hafa hingað til ekki nefnt nafn Navalny. Ríkismiðlar Rússlands hafa þar að auki talað um hann sem „bloggara“ og gefið í skyn að hann hafi eitrað fyrir sér sjálfur og að hin meinta eitrun sé vestrænt samsæri gegn Rússlandi. Peskov segist þó vilja fá niðurstöðu í málið og að Rússar vonist til þess að það muni ekki koma niður á samskiptum Rússa og vesturlanda, samkvæmt frétt Reuters. Ráðamenn í Evrópu hafa kallað eftir því að Rússar rannsaki málið ítarlega og á gagnsæjan hátt. Navalny hefur sagt að öryggisstofnanir Rússlands fylgist sífellt með honum og bandamönnum hans. Allir hafa þeir lýst ítrekuðu áreiti yfirvalda og Navalny hefur ítrekað verið handtekinn og hann beittur ofbeldi. Hann reyndi að bjóða sig fram til forseta árið 2017 en var dæmdur fyrir fjárdrátt og því meinað að bjóða sig fram. Hann heldur því fram að dómurinn hafi verið tilbúningur. Degi eftir að hann var fluttur á sjúkrahúsið í Omsk birti Kyra Yarmysh, talskona hans, mynd sem var með honum í för, mynd af þremur jakkafataklæddum mönnum sem höfðu tekið yfir skrifstofu yfirlæknis sjúkrahússins. Þeir neituðu að segja hverjir þeir væru.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50 Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43 Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24 Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þýskir læknar segja að eitrað hafi verið fyrir Navalny Þýskir læknar sem sinna nú rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalny segja að rannsóknir bendi til þess að eitrað hafi verið fyrir stjórnmálamanninum. 24. ágúst 2020 17:50
Navalny kominn til Þýskalands Alexei Navalny, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, er lentur í Þýsklandi. Hann var fluttur þangað eftir að hafa fallið í dá og segja aðstandendur hans það hafa gerst vegna þess að eitrað hafi verið fyrir honum. 22. ágúst 2020 07:43
Eiginkona Navalny biðlar til Pútín Hópur þýskra lækna er nú á sjúkrahúsinu þar sem Alexei Navalny er í dái. Hópurinn ferðaðist til Rússlands með sjúkraflugi til að sækja Navalny og flytja hann til Þýskalands. 21. ágúst 2020 12:24
Skamma Facebook og Google fyrir „afskipti“ af kosningum í Rússlandi Rússneska eftirlitsstofnunin Roskomnadzor gagnrýndi tæknifyrirtækin Facebook og Google í dag og sagði fyrirtækin hafa dreift pólitískum auglýsingum í Rússlandi. 8. september 2019 20:09