Andlát: Þóra Hallgrímsson Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2020 10:51 Þóra með eiginmanni sínum Björgólfi Guðmundssyni á leik með enska félagsliðinu West Ham árið 2008. Getty/Phil COle Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.” Andlát Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þóra Hallgrímsson, eiginkona Björgólfs Guðmundssonar og móðir Björgólfs Thors Bjorgólfssonar, er látin. Í dánartilkynningu sem Björgólfur eldri birtir í Fréttablaðinu í dag segir að hún hafi látist á Landspítalanum þann 27. ágúst. Þóra fæddist þann 28. janúar 1930 og var því níræð þegar hún lést. Ævi Þóru var viðburðarrík en hún var dóttir Hallgríms Fr. Hallgrímssonar, forstjóra Skeljungs og konu hans Margrétar Þorbjargar Thors. Margrét Þorbjörg var dóttir Thors Jensens athafnamans og systir Ólafs Thors, forsætisráðherra. Í umfjöllun um ævi Þóru í DV fá árinu 2005 kemur fram að eftir nám í Bandaríkjunum hafi hún kynnst fyrsta eiginmanni sínum, Hauki Clausen. Þau eignuðust einn son. Þóra og Haukur skildu eftir stutta sambúð. Árið 1953 giftist Þóra Bandaríkjamanninum George Lincoln Rockwell og eignuðust þau þrjú börn. Hjónabandið entist þó ekki og eftir komuna til Íslands kynntist Þóra Björgólfi Guðmundssyni. Þau giftu sig í júní árið 1963. Björgólfur gekk börnum hennar í föðurstað auk þess sem að þau eignuðust einn son, Björgólf Thor. Í viðtali við vefinn Lifðu núna sem tekið var fyrr á árinu sagði Þóra beðin um að gefa fólki ráð eftir langa ævi, að hún vildi minni alla á að reyna eftir fremsta megni að njóta hvers tímabils, alltaf væri hægt að sjá ljósu hliðarnar. „Lífið býður okkur upp á svo mismunandi aðstæður á mismunandi tímum,” var haft eftir Þóru. „Stundum hef ég hikað og hugsað með mér: „Ah, þetta er nú aðeins of mikið og hvað er nú ætlast til að ég læri af þessu? En þegar frá líður hefur yfirleitt komið í ljós að ég hef getað sagt við sjálfa mig: Já, það var sannarlega gott að ég upplifði þetta þótt það hafi verið erfitt á meðan á því stóð.” Alltaf væri hægt að læra eitthvað af öllu því hendir mann um ævina. „Maður sér það bara ekki á meðan hlutirnir eru að gerast en öll él birtir upp um síðir. En um leið og ég segi það veit ég að auðvitað komast ekki allir farsællega út úr lífinu. Það eru til aðstæður sem við ráðum ekki við. En vonandi erum við svo lánsöm hér á Íslandi að geta hjálpað þeim sem þurfa á því að halda. Ég hef sjálf verið heppin.”
Andlát Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira