Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2020 12:32 Embættismaður á flugvellinum í Abu Dhabi stendur við dyr flugvélarinnar eftir að henni var lent. AP/Nir Elias Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. Um borð í flugvélinni voru erindrekar frá Bandaríkjunum og Ísrael, meðal annars Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Furstadæmin og yfirvöld í Ísrael samþykktu nýverið, með milligöngu Bandaríkjanna, að koma á formlegum samskiptum. Með því urðu furstadæmin þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa sem tekur upp hefðbundin samskipti við Ísrael. Hin ríkin eru Egyptaland og Jórdanía. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það sömuleiðis mikill áfangi að leyfi hafi fengist til þess að fljúga flugvélinni í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu. Það sé til marks um samþykkt konungsríkisins á ákvörðun furstadæmisins. Flugferðin tekur rúma þrjá tíma en ef fljúga þyrfti í kringum Sádi-Arabíu tæki hún rúma sjö tíma. Um er að ræða fyrstu flugferð El Al flugfélagsins frá 1. júlí, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Talsmaður flugfélagsins segir flugvélina búna eldflaugavarnarkerfi. Flugvélin var sömuleiðis skreytt orðinu „friður“, sem hafði verið skrifað á arabísku, hebresku og ensku. Á Ben-Gurion flugvellinum í Lod í Ísrael í morgun. Þarna má sjá erindreka frá Bandaríkjunum og Ísrael.AP/Heidi Levine Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira
Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. Um borð í flugvélinni voru erindrekar frá Bandaríkjunum og Ísrael, meðal annars Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Furstadæmin og yfirvöld í Ísrael samþykktu nýverið, með milligöngu Bandaríkjanna, að koma á formlegum samskiptum. Með því urðu furstadæmin þriðja arabaríkið og það fyrsta við Persaflóa sem tekur upp hefðbundin samskipti við Ísrael. Hin ríkin eru Egyptaland og Jórdanía. Á bakvið tjöldin hafa ríkin þó um nokkuð skeið átt í samstarfi sem beinst hefur gegn Íran. Samkvæmt AP fréttaveitunni er það sömuleiðis mikill áfangi að leyfi hafi fengist til þess að fljúga flugvélinni í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu. Það sé til marks um samþykkt konungsríkisins á ákvörðun furstadæmisins. Flugferðin tekur rúma þrjá tíma en ef fljúga þyrfti í kringum Sádi-Arabíu tæki hún rúma sjö tíma. Um er að ræða fyrstu flugferð El Al flugfélagsins frá 1. júlí, vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Talsmaður flugfélagsins segir flugvélina búna eldflaugavarnarkerfi. Flugvélin var sömuleiðis skreytt orðinu „friður“, sem hafði verið skrifað á arabísku, hebresku og ensku. Á Ben-Gurion flugvellinum í Lod í Ísrael í morgun. Þarna má sjá erindreka frá Bandaríkjunum og Ísrael.AP/Heidi Levine
Ísrael Sameinuðu arabísku furstadæmin Fréttir af flugi Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Sjá meira