Enn enginn handtekinn vegna morðsins í Portland Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2020 08:50 Aaron Danielson var skotinn til bana á aðfaranótt sunnudagsins. Lögreglan leitar enn að sökudólginum og hefur kallað eftir vitnum. AP/Paula Bronstein Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári Michael Forest Reinoehl, sem grunaður er um að hafa skotið mann til bana í Portland í Bandaríkjunum, aðfaranótt sunnudagsins. Hann er sakaður um að hafa skotið Aaron Danielson, til bana á götum borgarinnar eftir að bílalest stuðningsmanna Donald Trump, forseta, keyrði í gegnum borgina. Danielson var með hatt til stuðnings öfgasamtakanna Patriot Prayer en vinir hans segja hann ekki hafa verið öfgamann. Hann hafi þó haft gaman af því að hrista upp í hlutunum. Þau segja hann alls ekki hafa verið einhvers konar rasista, eins og hann hafi verið málaður á samfélagsmiðlum. Meðlimir Patriot Prayer hafa átt í átökum við aðgerðasinna í Portland um árabil. Samkvæmt frétt Portland Tribune, þar sem blaðamenn ræddu við vini Danielson, hafði hann mætt á önnur gagnmótmæli í Portland á föstudagskvöldinu. Þar var Reinoehl einnig staddur. Vitni segja að Danielson hafi verið að ögra vinstri sinnuðum mótmælendum og hvetja aðra til að veitast að þeim. Mikil mótmæli hafa átt sér stað í Portland um mánaðaskeið.AP/Paula Bronstein Reinoehl mætti einnig á önnur mótmæli á föstudagskvöldinu. Það voru tiltölulega lítil mótmæli við íbúð borgarstjóra Portland. Með honum var tólf ára dóttir hans og bar hún hafnaboltakylfu á mótmælunum, samkvæmt frétt Oregonian. Reinoehl er 48 ára gamall. Hann hefur lengi verið viðloðinn mótmælin í Portland og var í sumar ákærður, meðal annars, fyrir að vera með hlaðna byssu á almannafæri. Hann er sömuleiðis eftirlýstur vegna götukappaksturs í júní, sem tengist einnig 17 ára syni hans. Hann var þá sakaður um að aka undir áhrifum fíkniefna, ólöglega eign byssu og fyrir að aka án réttinda og ótryggður. Dóttir hans, sem var þá ellefu ára, var með honum í bílnum. Á laugardagskvöldinu, nokkrum klukkustundum áður en hann var skotinn til bana, sást Danielson á gangi með vini sínum, Chandler Pappas, og báðir voru þeir með hatta merkta Patriot Prayer og vopnaðir hnífum og málningarbyssum. Þeir sögðust ætla að tryggja öryggi áðurnefndrar bílalestar. Pappas var með Danielson þegar hann var skotinn. Hér að neðan má sjá myndband af skotárásinni, sem aðgerðasinni fangaði þegar hann var í beinni útsendingu. Vert er að vara viðkvæma við myndbandinu.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08 Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38 Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Stillir ekki til friðar heldur hellir olíu á eldinn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í stað þess að reyna að stilla til friðar eða miðla milli deilandi fylkinga, hefur forsetinn deilt samsæriskenningum. 31. ágúst 2020 11:08
Saka Bandaríkjaforseta um að hvetja til ofbeldis Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, í komandi kosningum skiptast nú á skotum á samfélagsmiðlum og kenna hvorum öðrum um ástandið í Portland, þar sem einn var skotinn til bana um helgina og fjöldi særðist. 31. ágúst 2020 07:38