„Þau verða rólegri og gráta minna“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. september 2020 15:11 Þó að barn fæðist með keisara eða þurfi að vera í kassa á vökudeild, er alveg hægt að byrja húð við húð aðferðina síðar og það er alls ekki of seint, samkvæmt Hafdísi ljósmóður. MYND/ÞORLEIFUR KAMBAN „Það þykir nú sjálfsagt að báðir foreldrar fái barnið sitt „skin to skin“ eins fljótt og mögulegt er,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir. Hún hefur starfað sem ljósmóðir í 20 ár og segir að viðhorfið hafi breyst mikið í faginu. Nú sé sett í forgang að leyfa foreldrum að hefja mikilvæga tengslamyndun eftir að barnið kemur í heiminn. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðirKviknar/Aldís Pálsdóttir Með húð við húð á hún við að ekkert sé á milli foreldranna og barnsins, eins og fatnaður, bleyja, handklæði, teppi eða annað. Hafdís segir að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á kosti þessa. „Þetta stabíliserar hjarta og lungu hjá barninu, gerir þeim auðveldara með að anda og kemur reglu á hjartsláttinn.“ Hafdís segir að þetta auðveldi börnunum líka að halda hita og komi jafnvægi á blóðsykur þeirra. „Þau verða rólegri og gráta minna, þau bara gráta yfirleitt ekki í skin to skin.“ Hafdís var gestur Andreu Eyland í þættinum Tengslin í hlaðvarpinu Kviknar. Þar ræddu þar um tengslamyndun eftir að barn kemur í heiminn og fyrstu mánuðina í lífi þess, þá sérstaklega hvað varðar snertingu húðar foreldranna við húð barnsins. Í þættinum ræðir Andrea líka við Önnu Maríu Jónsdóttur geðlækni, meðal annars um mikilvægi þess að byrja forvarnir einstaklinga strax á meðgöngu og jafnvel fyrr, en ekki á unglings árum eins og áður var talið. Áföll einstaklinga í æsku geti haft áhrif á foreldrahlutverk þeirra seinna á lífsleiðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn Tengslin í spilaranum hér fyrir neðan. Kviknar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
„Það þykir nú sjálfsagt að báðir foreldrar fái barnið sitt „skin to skin“ eins fljótt og mögulegt er,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðir. Hún hefur starfað sem ljósmóðir í 20 ár og segir að viðhorfið hafi breyst mikið í faginu. Nú sé sett í forgang að leyfa foreldrum að hefja mikilvæga tengslamyndun eftir að barnið kemur í heiminn. Hafdís Rúnarsdóttir ljósmóðirKviknar/Aldís Pálsdóttir Með húð við húð á hún við að ekkert sé á milli foreldranna og barnsins, eins og fatnaður, bleyja, handklæði, teppi eða annað. Hafdís segir að fjöldi rannsókna hafi sýnt fram á kosti þessa. „Þetta stabíliserar hjarta og lungu hjá barninu, gerir þeim auðveldara með að anda og kemur reglu á hjartsláttinn.“ Hafdís segir að þetta auðveldi börnunum líka að halda hita og komi jafnvægi á blóðsykur þeirra. „Þau verða rólegri og gráta minna, þau bara gráta yfirleitt ekki í skin to skin.“ Hafdís var gestur Andreu Eyland í þættinum Tengslin í hlaðvarpinu Kviknar. Þar ræddu þar um tengslamyndun eftir að barn kemur í heiminn og fyrstu mánuðina í lífi þess, þá sérstaklega hvað varðar snertingu húðar foreldranna við húð barnsins. Í þættinum ræðir Andrea líka við Önnu Maríu Jónsdóttur geðlækni, meðal annars um mikilvægi þess að byrja forvarnir einstaklinga strax á meðgöngu og jafnvel fyrr, en ekki á unglings árum eins og áður var talið. Áföll einstaklinga í æsku geti haft áhrif á foreldrahlutverk þeirra seinna á lífsleiðinni. Hægt er að hlusta á þáttinn Tengslin í spilaranum hér fyrir neðan.
Kviknar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp