Lögregla á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af karlmanni sem var í akstri á fjórhjóli með ársgamalt barn sitt meðferðis á hjólinu.
Manninum var tjáð að háttsemin væri alls ekki í lagi og jafnframt að hann þyrfti alltaf að vera með hjálm þegar hann væri á farartækinu sem hann hafði ekki verið með í þessu tilviki.
Í tilkynningu frá lögreglu segir ennfremur að annar ökumaður hafi svo verið tekinn úr umferð í gærkvöldi vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hann viðurkenndi neyslu.
„Þá ók hann sviptur ökuréttindum og var með í fórum sínum þrjá poka, tvo með meintu amfetamíni og einn sem innihélt viagra,“ segir í tilkynningunni.