Blake segist stöðugt verkjaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. september 2020 20:21 Jacob Blake segist stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Hann liggur enn á sjúkrahúsi og segir fjölskylda hans hann vera lamaðan fyrir neðan mitti. Twitter/skjáskot Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum. Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Jacob Blake, maður sem skotinn var sjö sinnum í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, segist vera stöðugt verkjaður í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum í dag. Fjölskylda Blake segir hann lamaðan fyrir neðan mitti en hann segir einnig í myndbandinu að þrátt fyrir erfiðar aðstæður eigi hann enn eftir að lifa löngu lífi. Blake er 29 ára gamall þriggja barna faðir en hann var skotinn í bakið við handtöku. #JacobBlake released this powerful video message from his hospital bed today, reminding everyone just how precious life is. #JusticeForJacobBlake pic.twitter.com/87CYlgPDBj— Ben Crump (@AttorneyCrump) September 6, 2020 Í kjölfar atviksins hófust mikil mótmæli í Bandaríkjunum að nýju vegna kynþáttamismununar og lögregluofbeldis en mótmælaalda vegna þessa hefur riðið yfir Bandaríkin eftir að George Floyd var drepinn af lögreglumönnum. „Það er vont að anda“ Mótmælin í Kenosha, borginni sem Blake var skotinn í, urðu ofbeldisfull og létust tveir í mótmælunum. Rannsókn á máli Blake stendur enn yfir en Blake hefur þegar mætt fyrir dóm og lýst yfir sakleysi sínu vegna ákæru sem var færð til bókar áður en hann var skotinn. Í myndbandinu sem birt var á Twitter-síðu lögmanns Blake, sem enn liggur á spítala, talar hann um hve illa haldinn hann sé. „Alla klukkutíma sólarhringsins finn ég fyrir sársauka. Það er vont að anda, það er vont að sofa, mig verkjar þegar ég hreyfi mig og það er vont að borða,“ segir hann. „Líf þitt, og ekki bara líf þitt, fæturnir þínir, sem þú þarft til að geta hreyft þig og haldið áfram lífinu, geta verið hrifsaðir af þér svona,“ segir hann og smellir fingrum.
Kynþáttafordómar Bandaríkin Tengdar fréttir Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30 Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29 Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Frans páfi er látinn Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Hneyksli skekur félag Gunnhildar: „Þessi ummæli eru viðbjóðsleg“ Eigandi Utah Royals, knattspyrnufélagsins sem Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er á mála hjá, hefur sett félagið á sölu eftir ásakanir um kynþáttaníð. Viðskiptastjóri þess er farinn í ótímabundið leyfi vegna óviðeigandi hegðunar í garð kvenna. 3. september 2020 13:30
Krefst þess að lögreglumennirnir verði sóttir til saka Joe Biden hefur krafist þess að lögreglumennirnir sem skutu tvo svarta Bandaríkjamenn, þau Jacob Blake og Breonnu Taylor, verði sóttir til saka. 3. september 2020 07:29
Trump hunsaði orsakir ófriðarins í heimsókn til Kenosha Donald Trump Bandaríkjaforseti minntist ekkert á atvikið þegar lögreglumaður skaut svartan mann sem var kveikjan að ófriði sem hefur ríkt í Kenosha í Wisconsin undanfarna daga þegar hann heimsótti borgina í dag. 1. september 2020 23:00