Kórónuveirufaraldurinn hefur náð hámarki í Stokkhólmi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. apríl 2020 22:42 Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi segir kórónuveirufaraldurinn hafa náð hámarki í borginni. Fyrirtæki séu þegar farin að huga að því að kalla fólk aftur til vinnu. Mikið hefur mætt á heilbrigðisstarfsfólki í Svíþjóð síðustu vikurnar en á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga. Þar liggja nú nokkur hundruð sjúklingar með COVID-19. Hluti þeirra er á gjörgæsludeildum en um fjögur hundruð á öðrum deildum. „Staðan er þröng en viðráðanleg. Það er búinn að vera mikill vöxtur í sjúklingum hérna hjá okkur. Það hefur reynt mjög á þolrif heilbrigðiskerfisins en núna sjáum við að þetta er líklegast á réttri leið. Við erum búin að ná toppnum og búin að vera á toppnum í nokkra daga. Það er mikið að gera og fólk þarf að vinna langa daga og við erum búin að stækka spítalann þannig að fjölga gjörgæsluplássunum mjög mikið svona frá fimmtíu og upp í yfir tvö hundruð núna,“ segir Björn Zoëga forstjóra Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið Meira en þrettán þúsund Svíar hafa greinst með kórónuveiruna og um fjórtán hundruð látist af völdum COVID-19. Sænski sóttvarnalæknirinn hefur verið töluvert gagnrýndur í Svíþjóð fyrir að Svíar hafi ekki gert nóg, þegar faraldurinn kom upp, til þess að reyna að hefta útbreiðslu hans. Björn segir gagnrýni á sóttvarnalækni hafa verið fyrirferðamikla. „Sú gagnrýni hefur auðvitað verið svolítið sterk eða algeng miðað við hvernig er hérna í Svíþjóð en stemmingin hérna í þjóðfélaginu er bara nokkuð góð. Það er auðvitað erfitt og allir vita það að þetta er eitthvað sem enn þurfa að vinna sig í gegnum og komast í gegnum.“ Hann segir faraldurinn hafa haft gífurlegt áhrif á efnahagslífið. „Atvinnuleysi hefur aukist mjög hratt núna síðustu þrjár til fjórar vikur og gjaldþrotum fjölgað strax þrátt fyrir miklar aðgerðir frá hinu opinbera.“ Skýrist betur í næstu viku hvert ónæmi Svía er Björn segir erfitt að átta sig hversu margir hafa fengið veiruna í Svíþjóð en fá sýni hafa verið tekin meðal almennings. Nú sé verið að byrja að skoða hversu margir hafa myndað mótefni gegn veirunni. „Það er mjög lítið prófað. Það var gert mikið í byrjun og svo þegar þetta urðu svona margir þá var ekki talinn möguleiki á að fylgja öllu þessu fólki eftir og mæla alla þannig að einu þeir sem hafa í raun og veru verið prófaðir eru þeir sem hafa verið lagðir inn á spítala eða á leiðinni inn á spítala til þess að hjálpa okkur að greina þetta. Svo vitum við í sjálfu sér ekki um alla þessa sem hafa veikst á vægari hátt en það eru núna að koma svona fyrstu tölur um hvernig ónæmið er. Það verður ekki fyrr en eftir helgina eða í lok næstu viku sem við förum að sjá hvernig þetta raunverulega lítur út.“ Hann segir að eitt af því sem hafi reynst Svíum hvað erfiðast sé það að kórónuveiran hafi greinst á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. „Það hefur reynst erfitt að þetta hefur verið að stinga sér niður á hjúkrunarheimilin meðal annars. Elliheimili og hjúkrunarheimili. Síðan hefur þetta verið að stinga sér niður hjá hópum innflytjenda sem eru ekki að fara alveg eftir þeim tilmælum sem hafa verið gefin út í kringum þennan sjúkdóm.“ Fyrirtækin búa sig undir að koma starfseminni í gang Þá segir hann færri á ferli í Stokkhólmi undanfarnar vikur en vanalega. „Það er auðvitað samkomubann hérna upp að fimmtíu manns og það eru töluvert færri sem nýta sér almenningssamgöngur og það er töluvert færri úti að ganga þrátt fyrir gott veður og margir reyna að vinna heima hjá sér.“ Björn segist merkja mun síðustu daga. „Ég finn mun bara í þessari viku að það eru fleiri sem eru á ferðinni og það eru fleiri fyrirtæki sem eru að tilkynna að þau séu að fara að opna núna á næstu vikum. Eins og Volvobílframleiðandinn og Scania. Þeir eru að fara að huga að því að fara að opna aftur eftir að hafa verið lokaðir í fjórar vikur.“ Hann á von á því að það fari að draga fari úr faraldrinum. „Það mun líklegast fara niður á við hægt og sígandi. Svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með ákveðin svæði í landinu sem hafa lítið fundið fyrir þessu enn þá. Það er þá eftir að breiðast að einhverju leyti út hérna á næstu tveim þrem vikum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira
Forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Stokkhólmi segir kórónuveirufaraldurinn hafa náð hámarki í borginni. Fyrirtæki séu þegar farin að huga að því að kalla fólk aftur til vinnu. Mikið hefur mætt á heilbrigðisstarfsfólki í Svíþjóð síðustu vikurnar en á Karolinska sjúkrahúsinu starfar fjöldi Íslendinga. Þar liggja nú nokkur hundruð sjúklingar með COVID-19. Hluti þeirra er á gjörgæsludeildum en um fjögur hundruð á öðrum deildum. „Staðan er þröng en viðráðanleg. Það er búinn að vera mikill vöxtur í sjúklingum hérna hjá okkur. Það hefur reynt mjög á þolrif heilbrigðiskerfisins en núna sjáum við að þetta er líklegast á réttri leið. Við erum búin að ná toppnum og búin að vera á toppnum í nokkra daga. Það er mikið að gera og fólk þarf að vinna langa daga og við erum búin að stækka spítalann þannig að fjölga gjörgæsluplássunum mjög mikið svona frá fimmtíu og upp í yfir tvö hundruð núna,“ segir Björn Zoëga forstjóra Karolinska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi. Faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið Meira en þrettán þúsund Svíar hafa greinst með kórónuveiruna og um fjórtán hundruð látist af völdum COVID-19. Sænski sóttvarnalæknirinn hefur verið töluvert gagnrýndur í Svíþjóð fyrir að Svíar hafi ekki gert nóg, þegar faraldurinn kom upp, til þess að reyna að hefta útbreiðslu hans. Björn segir gagnrýni á sóttvarnalækni hafa verið fyrirferðamikla. „Sú gagnrýni hefur auðvitað verið svolítið sterk eða algeng miðað við hvernig er hérna í Svíþjóð en stemmingin hérna í þjóðfélaginu er bara nokkuð góð. Það er auðvitað erfitt og allir vita það að þetta er eitthvað sem enn þurfa að vinna sig í gegnum og komast í gegnum.“ Hann segir faraldurinn hafa haft gífurlegt áhrif á efnahagslífið. „Atvinnuleysi hefur aukist mjög hratt núna síðustu þrjár til fjórar vikur og gjaldþrotum fjölgað strax þrátt fyrir miklar aðgerðir frá hinu opinbera.“ Skýrist betur í næstu viku hvert ónæmi Svía er Björn segir erfitt að átta sig hversu margir hafa fengið veiruna í Svíþjóð en fá sýni hafa verið tekin meðal almennings. Nú sé verið að byrja að skoða hversu margir hafa myndað mótefni gegn veirunni. „Það er mjög lítið prófað. Það var gert mikið í byrjun og svo þegar þetta urðu svona margir þá var ekki talinn möguleiki á að fylgja öllu þessu fólki eftir og mæla alla þannig að einu þeir sem hafa í raun og veru verið prófaðir eru þeir sem hafa verið lagðir inn á spítala eða á leiðinni inn á spítala til þess að hjálpa okkur að greina þetta. Svo vitum við í sjálfu sér ekki um alla þessa sem hafa veikst á vægari hátt en það eru núna að koma svona fyrstu tölur um hvernig ónæmið er. Það verður ekki fyrr en eftir helgina eða í lok næstu viku sem við förum að sjá hvernig þetta raunverulega lítur út.“ Hann segir að eitt af því sem hafi reynst Svíum hvað erfiðast sé það að kórónuveiran hafi greinst á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. „Það hefur reynst erfitt að þetta hefur verið að stinga sér niður á hjúkrunarheimilin meðal annars. Elliheimili og hjúkrunarheimili. Síðan hefur þetta verið að stinga sér niður hjá hópum innflytjenda sem eru ekki að fara alveg eftir þeim tilmælum sem hafa verið gefin út í kringum þennan sjúkdóm.“ Fyrirtækin búa sig undir að koma starfseminni í gang Þá segir hann færri á ferli í Stokkhólmi undanfarnar vikur en vanalega. „Það er auðvitað samkomubann hérna upp að fimmtíu manns og það eru töluvert færri sem nýta sér almenningssamgöngur og það er töluvert færri úti að ganga þrátt fyrir gott veður og margir reyna að vinna heima hjá sér.“ Björn segist merkja mun síðustu daga. „Ég finn mun bara í þessari viku að það eru fleiri sem eru á ferðinni og það eru fleiri fyrirtæki sem eru að tilkynna að þau séu að fara að opna núna á næstu vikum. Eins og Volvobílframleiðandinn og Scania. Þeir eru að fara að huga að því að fara að opna aftur eftir að hafa verið lokaðir í fjórar vikur.“ Hann á von á því að það fari að draga fari úr faraldrinum. „Það mun líklegast fara niður á við hægt og sígandi. Svo eigum við eftir að sjá hvernig þetta fer með ákveðin svæði í landinu sem hafa lítið fundið fyrir þessu enn þá. Það er þá eftir að breiðast að einhverju leyti út hérna á næstu tveim þrem vikum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Fleiri fréttir Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Raunir ársins 2024 „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Sjá meira