Rekja gróðureld til kynafhjúpunarteitis í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 11:37 Þyrla býr sig undir að sleppa vatni yfir El Dorado-gróðureldinn í Yucaipa austan við Los Angeles í Kaliforníu. AP/Ringo H.W. Chiu Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar. Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Yfirvöld í Kaliforníu telja að reykvél sem væntanlegri foreldrar notuðu þegar þeir tilkynntu um kyn barns síns hafi verið kveikjan að nokkrum þeirra gróðurelda sem nú geisa í ríkinu. Söguleg hitabylgja gengur nú yfir Kaliforníu sem hefur skapað kjöraðstæður fyrir elda. El Dorado-eldurinn sem kviknaði austur af Los Angeles á laugardagsmorgun hefur þegar brennt um rúma tólf ferkílómetra trjá- og kjarrlendis, að sögn Skóga- og eldvarnastofnunar Kaliforníu. Hún rekur upptök eldsins til reykvélar sem var notuð í kynafhjúpunarteiti og bendir á að fólk sem kveikir elda geti átt yfir höfði sér sektir eða jafnvel saksókn. #ElDoradoFire | SAN BERNARDINO/ INYO/ MONO UNIT | El Dorado Fire Cause pic.twitter.com/PNBQWMXMwK— CAL FIRE (@CAL_FIRE) September 7, 2020 Fordæmi eru fyrir því í Bandaríkjunum. Faðir sem kom af stað gróðureldi sem geisaði á stóru svæði í Arizona í heila viku þegar hann afhjúpaði kyn væntanlegs barns hans í apríl árið 2017 hlaut fimm ára skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða meira en 1,1 milljarð króna í skaðabætur. Miklir gróðureldar hafa geisað í hita- og þurrkatíðinni í Kaliforníu. Frá því um miðjan ágúst hafa hátt í þúsund slíkir eldar kviknað, oft út frá eldingum. Gavin Newsom, ríkisstjóri, lýsti yfir neyðarástandi vegna eldanna í fimm sýslum í gær. Skyldurýmingar eru nú í gildi á nokkrum svæðum í Madera-sýslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Eins og í brennsluofni Ástandið í Kaliforníu nú er fordæmalaust. Hitamet var slegið í Los Angeles þegar mælar sýndu 49,4°C, Bandaríska veðurstofan segir að gærdagurinn hafi verið sá heitasti frá því að veðurathuganir hófust í stórum hluta suðvestanverðrar Kaliforníu. Fyrr í hitabylgjunni mældust 54,4°C í Dauðadalnum í Kaliforníu sem er jafnvel talinn hæsti hiti sem mælst hefur með áreiðanlegum hætti á jörðinni. Auk hitaviðvarana er hæsta viðbúnaðarstig vegna gróðurelda í gildi víða í Kaliforníu. Washington Post segir að ekki aðeins hafi hitinn í gær mæst sé hæsti frá upphafi í septembermánuði á mörgum stöðum heldur hafi hann sums staðar verið sá hæsti óháð mánuði. Veðustofan líkti aðstæðum í gær við „brennsluofn“. Hitabylgjan væri hættuleg og jafnvel banvæn. Bjarga þurfti fleiri en tvö hundruð manns sem urðu innlyksa vegna eldanna með þyrlum í Sierra-fjöllum utan við Fresno. Um tuttugu þeirra voru slasaðir, sumir með brunasár. Átta manns hafa látist í eldunum til þessa og um 3.300 byggingar eyðilagst. Skóga- og eldvarnastofnunin segir að 14.800 slökkviliðsmenn glími við 23 meiriháttar elda í ríkinu. Rafmagnsnotkun hefur aukist gífurlega í hitabylgjunni. Yfirvöld hafa varað íbúa í Kaliforníu við því að skammta þurfti rafmagn dragi þeir ekki úr notkuninni. Enn hefur ekki komið til þess, að sögn AP-fréttastofunnar. Skæðari hitabylgjur og þurrkar eru ástæða þess að tíðari gróðureldar eru taldir á meðal afleiðinga hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Hlýnunin nemur nú þegar um einni gráðu frá upphafi iðnbyltingar vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á kolum, olíu og gasi. Haldi núverandi losun áfram er óttast að hlýnunin gæti náð allt að 3-4°C fyrir lok aldarinnar.
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira