I´m Thinking of Ending Things: Myndin sem ekki er hægt að dæma Heiðar Sumarliðason skrifar 13. september 2020 15:25 Hin írska Jessie Buckley leikur aðalkvenhlutverkið í I´m Thinking of Ending Things. Netflix hefur nú frumsýnt kvikmyndina I´m Thinking of Ending Things eftir Charlie Kaufman. Ég hef aldrei lent í því að þurfa að fjalla um kvikmynd sem ég get eiginlega ekki tekið afstöðu til. Hvorki persónulega afstöðu, né sem einhvers konar fulltrúi neytenda. Kaufman er sá handritshöfundur í Hollywood sem hefur haft hvað mest áhrif á kvikmyndaformið s.l. áratugi. Hann mætti með hvelli árið 1999 þegar kvikmyndin Being John Malkovich var frumsýnd. Kaufman var höfundur handrits, á meðan Spike Jonze leikstýrði, en það var engum blöðum um það að fletta að Kaufman var aðal hugsuðurinn á bak við þessa nýstárlegu kvikmynd. Þremur árum síðar styrkti hann stöðu sína enn frekar sem frumlegasta röddin í Hollywood með handritinu að Adaptation. Aftur var það Jonze sem hélt um taumana, en þar sem Kaufman skrifaði sjálfan sig inn í myndina náði hann að vera stjarna myndarinnar, án þess að koma fram á tjaldinu. Nicholas Cage sem Charlie Kaufman í Adaptation. Árið 2004 var staða hans sem umtalaðasti handritshöfundur heims greypt í stein með Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Í kjölfarið fór hann að leikstýra handritum sínum sjálfur. Synecdoche, New York var hans fyrsta sem leikstjóri. Hún var töluvert umdeildari en fyrri myndir hans og voru áhorfendur og gagnrýnendur ekki allir á sama máli varðandi gæði hennar. Árið 2015 sendi hann frá sér teiknimyndina Anomalisa sem hlaut töluvert betri dóma en Synecdoche. Hvernig er hægt að taka afstöðu? Nú fimm árum síðar snýr hann aftur með I´m Thinking About Ending Things, sem byggir á skáldsögu Iain Reid. Ég ætla ekki að þykjast hafa lesið bókina, en samkvæmt heimildum mínum hefur Kaufman breytt henni töluvert. Það er í raun mjög erfitt að ætla sér að dæma þessa mynd, taka einhverja harða afstöðu, því til þess er hún í raun alltof mikil framúrstefna, og bara...já...skrítin. Til að átta sig á viðtökum áhorfenda er best að skoða einkunn myndarinnar á Imdb.com, Metacritic og Rotten Tomatoes. Ef við tökum Imdb.com sem dæmi, fær hún lægstu einkunn sem Kaufman-mynd hefur fengið, eða 6.9. Það er hins vegar spurning hvernig beri að túlka þá niðurstöðu, þar sem áhorfendahópurinn er töluvert víðari en á fyrri myndum hans. Netflix er bara þannig batterí að fólk sem e.t.v. hefur ekki séð mikið frá Kaufman mun detta inn á I´m Thinking About Ending Things og veit ekki við hverju er að búast. En á daginn kemur að hún er vægast sagt súr. Sjálfum finnst mér erfitt að fella dóm um þessa mynd, þar sem erfitt er að átta sig á henni. Út frá hverju á ég að dæma hana? Auðveldasta leiðin er að afskrifa hana og segja ekki heila brú í henni, sem margir netverjar hafa þegar gert. Ýmsir notendur vefsíðunnar Metacritic eru allt annað en ánægðir með nýjustu kvikmynd Charlies Kaufmans. Það er auðvitað líka hægt að kalla hana snilld, sem aðrir hafa gert. Enn aðrir halda vart vatni yfir I´m Thinking of Ending Things. Robert McKee hatar þessa mynd örugglega Handritsbókahöfundurinn Robert McKee myndi sjálfsagt kalla hana hið fyrra. Ástæðan fyrir því að ég minnist á McKee er að Kaufman skrifaði hann inn í kvikmyndina Adaptation. Í henni er frábær sena þar sem Nicholas Cage, sem Kaufman (þið munið, hann skrifaði sjálfan sig inn í myndina), mætir á námskeið hjá McKee og segir honum að hann vilji skrifa handrit. Hann segir: Hvað ef höfundur vill skapa sögu þar sem fátt gerist, þar sem persónurnar breytast ekki, fá engar hugljómanir. Þær basla, eru vonsviknar og ekkert leysist. Meira svona endurspeglun á raunveruleikanum. McKee (leikinn af Brian Cox) urðar yfir vangaveltur Kaufmans og öskrar á hann: Hvers vegna í ANDSKOTANUM ertu að sóa tíma mínum með myndinni þinn? Ég hef ekkert við hana að gera. Ég hef andskotans ekkert við hana að gera. Kaufman þakkar honum fyrir og fær sér sæti. Það er augljóst að þetta er kvikmynd sem Kaufman dreymdi ávallt um að gera og nú hefur hann uppfyllt drauminn og gert hana, umrædda I´m Thinking About Ending Things. Klárlega er þorri almennings á sama máli og McKee, að þessi mynd sé tímasóun (þorri almennings liggur ekki inni á Imdb.com að gefa myndum einkunnir, því er ég viss um að hún myndi skora lægra ef mengið væri handahófskennt). Myndin er hins vegar það torræð að sem gagnrýnandi þori ég eiginlega ekki að afskrifa hana. Hins vegar standa mál þannig að hefði ég horft á hana mér til skemmtunar, hefði ég sennilega endað á að slökkva og farið að horfa á Friends. Kaufman hefur unnið sér inn traust Ég verð að játa að ég tók mér hlé í miðri mynd, ég þoldi ekki meira. Tók svo upp þráðinn sólarhring síðar. Það er reyndar svolítið lýsandi fyrir þessa mynd að seinna kvöldið spurði konan mín (sem hafði horft á fyrri hlutann með mér) hvaða mynd ég væri að setja í gang og áður en ég gat svarað áttaði hún sig á því og hváði: „Æ, já. Leiðinlega myndin.“ Það væri áhugavert að komast í áhorfstölur Netflix og sjá hversu há prósenta áhorfenda horfði á myndina til enda. David Thewlis og Jessie Buckely í hlutverkum sínum. En þar sem Kaufman hefur unnið sér inn ákveðið traust, kann ég ekki við að taka McKee-öskrið á hann og spyrja hvernig hann dirfist að sóa tíma mínum svona. Það hafa alls kyns dómar birst um þessa mynd og gagnrýnendur verið með mismunandi túlkanir, jákvæðar og neikvæðar. En þá spyr ég: Má ekki bara sleppa því að taka afstöðu? Er ekki fáránlegt að ég, einhver lúði af hjara veraldar, sé að setja mig í dómarasæti gagnvart meistara Kaufman? Fannst mér hún leiðinleg? Já, mjög oft. Fannst mér hún áhugaverð? Stundum. Get ég mælt með henni? Nei, því ég er hreinlega hræddur um að ansi margir tækju aldrei mark á mér aftur ef ég gerði það. En ég vil hins vegar ekki ekki mæla með henni. Þetta er svona þú ert hér á eigin ábyrgð kringumstæða. Enginn salómonsdómur hér I´m Thinking of Ending Things er mynd sem krefst endurtekins áhorfs til að „ná henni.“ Það eru klárlega þúsundir kvikmyndaáhugamanna um allan heim að horfa á hann í þriðja eða fjórða skiptið í þessum töluðu orðum Það mætti jafnvel segja það asnalegt að taka afstöðu til þessarar myndar, gefa henni stjörnur og fella einhvern salómonsdóm. En ef litið er á kvikmyndarýni sem neytendavernd, þá mun líklega meginþorra fólks finnast þessi mynd hundleiðinleg og pirrandi. Einnig er líklegt að einhverjir aðdáendur Kaufmans séu sömu skoðunar. Sennilega er helsti áhorfendahópur hennar fólk í kvikmyndafræði, sem getur nýtt hana til að skrifa BA-ritgerð, það vantar a.m.k. ekki efniviðinn. Þetta er í raun meira gáta heldur en hefðbundin kvikmynd. Ég sakna þess reyndar að hafa ekki fengið að sjá hana í bíó. Þetta er það sem kallast hreinræktuð „art house“ kvikmynd, eða Bíó Paradísarmynd, eins hún væri sennilega kölluð hér á landi. Hún krefst einbeitingar frá áhorfandanum, því oft er hún (eins og áður sagði) hundleiðinleg, þá er mjög freistandi að teygja sig í snjallasímann og athuga hvað er í gangi í heiminum. En á Netflix fór hún og við verðum að sætta okkur við það. Niðurstaða: Núll til fimm stjörnur. I´m Thinking About Ending Things er bæði hundleiðinleg og hrífandi. Sumum mun finnast hún meistaraverk, öðrum tilgerðarlegt drasl. Þessi gagnrýnandi firrir sig allri ábyrgð og ætlar ekki einu sinni að gefa stjörnur. Hér að neðan er hægt að heyra umfjöllun Stjörnubíós um myndina. Heiðar Sumarliðason fékk Tómas Valgeirsson ritstjóra Kvikmynda.is í heimsókn. Stjörnubíó Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Netflix hefur nú frumsýnt kvikmyndina I´m Thinking of Ending Things eftir Charlie Kaufman. Ég hef aldrei lent í því að þurfa að fjalla um kvikmynd sem ég get eiginlega ekki tekið afstöðu til. Hvorki persónulega afstöðu, né sem einhvers konar fulltrúi neytenda. Kaufman er sá handritshöfundur í Hollywood sem hefur haft hvað mest áhrif á kvikmyndaformið s.l. áratugi. Hann mætti með hvelli árið 1999 þegar kvikmyndin Being John Malkovich var frumsýnd. Kaufman var höfundur handrits, á meðan Spike Jonze leikstýrði, en það var engum blöðum um það að fletta að Kaufman var aðal hugsuðurinn á bak við þessa nýstárlegu kvikmynd. Þremur árum síðar styrkti hann stöðu sína enn frekar sem frumlegasta röddin í Hollywood með handritinu að Adaptation. Aftur var það Jonze sem hélt um taumana, en þar sem Kaufman skrifaði sjálfan sig inn í myndina náði hann að vera stjarna myndarinnar, án þess að koma fram á tjaldinu. Nicholas Cage sem Charlie Kaufman í Adaptation. Árið 2004 var staða hans sem umtalaðasti handritshöfundur heims greypt í stein með Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Í kjölfarið fór hann að leikstýra handritum sínum sjálfur. Synecdoche, New York var hans fyrsta sem leikstjóri. Hún var töluvert umdeildari en fyrri myndir hans og voru áhorfendur og gagnrýnendur ekki allir á sama máli varðandi gæði hennar. Árið 2015 sendi hann frá sér teiknimyndina Anomalisa sem hlaut töluvert betri dóma en Synecdoche. Hvernig er hægt að taka afstöðu? Nú fimm árum síðar snýr hann aftur með I´m Thinking About Ending Things, sem byggir á skáldsögu Iain Reid. Ég ætla ekki að þykjast hafa lesið bókina, en samkvæmt heimildum mínum hefur Kaufman breytt henni töluvert. Það er í raun mjög erfitt að ætla sér að dæma þessa mynd, taka einhverja harða afstöðu, því til þess er hún í raun alltof mikil framúrstefna, og bara...já...skrítin. Til að átta sig á viðtökum áhorfenda er best að skoða einkunn myndarinnar á Imdb.com, Metacritic og Rotten Tomatoes. Ef við tökum Imdb.com sem dæmi, fær hún lægstu einkunn sem Kaufman-mynd hefur fengið, eða 6.9. Það er hins vegar spurning hvernig beri að túlka þá niðurstöðu, þar sem áhorfendahópurinn er töluvert víðari en á fyrri myndum hans. Netflix er bara þannig batterí að fólk sem e.t.v. hefur ekki séð mikið frá Kaufman mun detta inn á I´m Thinking About Ending Things og veit ekki við hverju er að búast. En á daginn kemur að hún er vægast sagt súr. Sjálfum finnst mér erfitt að fella dóm um þessa mynd, þar sem erfitt er að átta sig á henni. Út frá hverju á ég að dæma hana? Auðveldasta leiðin er að afskrifa hana og segja ekki heila brú í henni, sem margir netverjar hafa þegar gert. Ýmsir notendur vefsíðunnar Metacritic eru allt annað en ánægðir með nýjustu kvikmynd Charlies Kaufmans. Það er auðvitað líka hægt að kalla hana snilld, sem aðrir hafa gert. Enn aðrir halda vart vatni yfir I´m Thinking of Ending Things. Robert McKee hatar þessa mynd örugglega Handritsbókahöfundurinn Robert McKee myndi sjálfsagt kalla hana hið fyrra. Ástæðan fyrir því að ég minnist á McKee er að Kaufman skrifaði hann inn í kvikmyndina Adaptation. Í henni er frábær sena þar sem Nicholas Cage, sem Kaufman (þið munið, hann skrifaði sjálfan sig inn í myndina), mætir á námskeið hjá McKee og segir honum að hann vilji skrifa handrit. Hann segir: Hvað ef höfundur vill skapa sögu þar sem fátt gerist, þar sem persónurnar breytast ekki, fá engar hugljómanir. Þær basla, eru vonsviknar og ekkert leysist. Meira svona endurspeglun á raunveruleikanum. McKee (leikinn af Brian Cox) urðar yfir vangaveltur Kaufmans og öskrar á hann: Hvers vegna í ANDSKOTANUM ertu að sóa tíma mínum með myndinni þinn? Ég hef ekkert við hana að gera. Ég hef andskotans ekkert við hana að gera. Kaufman þakkar honum fyrir og fær sér sæti. Það er augljóst að þetta er kvikmynd sem Kaufman dreymdi ávallt um að gera og nú hefur hann uppfyllt drauminn og gert hana, umrædda I´m Thinking About Ending Things. Klárlega er þorri almennings á sama máli og McKee, að þessi mynd sé tímasóun (þorri almennings liggur ekki inni á Imdb.com að gefa myndum einkunnir, því er ég viss um að hún myndi skora lægra ef mengið væri handahófskennt). Myndin er hins vegar það torræð að sem gagnrýnandi þori ég eiginlega ekki að afskrifa hana. Hins vegar standa mál þannig að hefði ég horft á hana mér til skemmtunar, hefði ég sennilega endað á að slökkva og farið að horfa á Friends. Kaufman hefur unnið sér inn traust Ég verð að játa að ég tók mér hlé í miðri mynd, ég þoldi ekki meira. Tók svo upp þráðinn sólarhring síðar. Það er reyndar svolítið lýsandi fyrir þessa mynd að seinna kvöldið spurði konan mín (sem hafði horft á fyrri hlutann með mér) hvaða mynd ég væri að setja í gang og áður en ég gat svarað áttaði hún sig á því og hváði: „Æ, já. Leiðinlega myndin.“ Það væri áhugavert að komast í áhorfstölur Netflix og sjá hversu há prósenta áhorfenda horfði á myndina til enda. David Thewlis og Jessie Buckely í hlutverkum sínum. En þar sem Kaufman hefur unnið sér inn ákveðið traust, kann ég ekki við að taka McKee-öskrið á hann og spyrja hvernig hann dirfist að sóa tíma mínum svona. Það hafa alls kyns dómar birst um þessa mynd og gagnrýnendur verið með mismunandi túlkanir, jákvæðar og neikvæðar. En þá spyr ég: Má ekki bara sleppa því að taka afstöðu? Er ekki fáránlegt að ég, einhver lúði af hjara veraldar, sé að setja mig í dómarasæti gagnvart meistara Kaufman? Fannst mér hún leiðinleg? Já, mjög oft. Fannst mér hún áhugaverð? Stundum. Get ég mælt með henni? Nei, því ég er hreinlega hræddur um að ansi margir tækju aldrei mark á mér aftur ef ég gerði það. En ég vil hins vegar ekki ekki mæla með henni. Þetta er svona þú ert hér á eigin ábyrgð kringumstæða. Enginn salómonsdómur hér I´m Thinking of Ending Things er mynd sem krefst endurtekins áhorfs til að „ná henni.“ Það eru klárlega þúsundir kvikmyndaáhugamanna um allan heim að horfa á hann í þriðja eða fjórða skiptið í þessum töluðu orðum Það mætti jafnvel segja það asnalegt að taka afstöðu til þessarar myndar, gefa henni stjörnur og fella einhvern salómonsdóm. En ef litið er á kvikmyndarýni sem neytendavernd, þá mun líklega meginþorra fólks finnast þessi mynd hundleiðinleg og pirrandi. Einnig er líklegt að einhverjir aðdáendur Kaufmans séu sömu skoðunar. Sennilega er helsti áhorfendahópur hennar fólk í kvikmyndafræði, sem getur nýtt hana til að skrifa BA-ritgerð, það vantar a.m.k. ekki efniviðinn. Þetta er í raun meira gáta heldur en hefðbundin kvikmynd. Ég sakna þess reyndar að hafa ekki fengið að sjá hana í bíó. Þetta er það sem kallast hreinræktuð „art house“ kvikmynd, eða Bíó Paradísarmynd, eins hún væri sennilega kölluð hér á landi. Hún krefst einbeitingar frá áhorfandanum, því oft er hún (eins og áður sagði) hundleiðinleg, þá er mjög freistandi að teygja sig í snjallasímann og athuga hvað er í gangi í heiminum. En á Netflix fór hún og við verðum að sætta okkur við það. Niðurstaða: Núll til fimm stjörnur. I´m Thinking About Ending Things er bæði hundleiðinleg og hrífandi. Sumum mun finnast hún meistaraverk, öðrum tilgerðarlegt drasl. Þessi gagnrýnandi firrir sig allri ábyrgð og ætlar ekki einu sinni að gefa stjörnur. Hér að neðan er hægt að heyra umfjöllun Stjörnubíós um myndina. Heiðar Sumarliðason fékk Tómas Valgeirsson ritstjóra Kvikmynda.is í heimsókn.
Stjörnubíó Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira