„Ef þetta er skilgreining á húðlit, hvernig er þá mín húð á litin?“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 16:42 Brynju Dan svelgdist á morgunkaffinu þegar hún las tískusíðuna í Fréttablaðinu. Aldís Pálsdóttir „Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“ Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Sjá meira
„Mér hefði fundist þetta í lagi ef þetta væru allskonar litir af húðlitum sem átt er við í þessari grein en þetta voru allt ljósbrúnir og beige tónar. Það er auðvitað algjörlega absúrt að það sé ennþá verið að tala um húðlitaðan,“ segir Brynja Dan Gunnarsdóttir í samtali við Vísi. Brynja gagnrýndi harðlega orðaval Fréttablaðsins í dag á samfélagsmiðlum sínum og vísar hún til tískugreinar þar sem talað er um vinsæla liti fyrir haustið og orðið húðlitur notað yfir ljós brúna tóna. Brynja birtir mynd af greininni á samfélagsmiðlum sínum og skrifar: „Lærðum við bara ekkert síðustu mánuði? Skita dagsins.“ https://www.facebook.com/brynja.d.gunnarsdottir/posts/10158457599677978 „Húðlitur er eitt af þessum orðum sem við erum að reyna að taka úr umferð. Ef þetta er skilgreining á húðlit hvernig er þá mín húð á litin?“ Orðið Nude á ensku hefur lengi verið notað í tískuheiminum yfir liti sem eru ljósbrúnir og beige litaðir en aðspurð segir Brynja að það sé ekki með réttu hægt að kalla eingöngu einhverja ákveðna ljósa tóna húðliti. „Ég hef aldrei séð eða heyrt dökkbrúna eða svarta liti vera kallaða húðliti en þeir eru það svo sannarlega líka." Brynja segist hafa fengið mikil viðbrögð eftir gagnrýni sína á greinina og borist ótal skilaboð frá fólki sem undri sig á orðanotkun Fréttablaðsins. „Af hverju erum við ekki komin lengra í allri þessari baráttu sem er að eiga sér stað? Hvernig getur svona stór miðill látið svona grein frá sér. Mér finnst þetta til skammar. Þetta fer væntanlega í prófarkalestur og er lesið yfir af fleiri en einum aðila áður en þetta fer í prent.“ Kristján Kormákur Guðjónsson, fyrrverandi fréttastjóri á Fréttablaðinu, svarar Brynju í Facebook-færslu hennar. Hann segist þekkja viðkomandi blaðamann vel og geta fullyrt að um mistök sé að ræða sem blaðamaðurinn sjái eftir. „Þetta hefði aldrei átt að fara á prent og fréttastjórar nú eða ritstjóri hefðu átt að grípa í taumana, það er þeirra hlutverk. Sökin liggur því ekki eingöngu hjá blaðamanni. Það geta allir gert mistök í vinnunni og ég treysti og trúi því að starfsmenn Fréttablaðsins læri af þessu og biðjist afsökunar í blaðinu sem kemur út á morgun.“
Fjölmiðlar Kynþáttafordómar Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Sjá meira