Starfsmenn segja mikilvæg verkefni Nýsköpunarmiðstöðvar í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2020 18:59 Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands segir um sjötíu starfsmenn í óvissu um framtíð sína og þeirra fjölmörgu verkefna sem unnini séu hjá stofnuninni. Stöð 2/Baldur Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan. Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að stinga tvo á nýársnótt Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undrast að leggja eigi stofnunina niður um áramótin án víðtæks samstarfs við þá á sama tíma og ríkisstjórnin leggi mikla áherslu á nýsköpun. Um sjötíu starfsmenn séu í fullkominni óvissu og ekki liggi fyrir hvert verkefni stofnunarinnar eigi að fara. Nýsköpunarráðherra tilkynnti í lok febrúar að Nýsköpunarmiðstöð Íslands yrði lögð niður um komandi áramót. Stofnunin sinnir fjölbreyttum samstarfsverkefnum með stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum. En nú er ekki ljóst hvað verður um þau verkefni. Ráðherra hefur hins vegar sagt að verkefnunum verði fundinn staður innan háskólanna, annarra stofnana og hjá einkaaðilum. Kjartan Due Nielsen talsmaður starfsmanna segir að um sjötíu starfsmenn viti ekki hvað verði um þá. En 30. júní greindi ráðuneytið þó frá því að engum yrði sagt upp fyrir áramót. Kjartan Due Nielsen segir Nýsköpunarmiðstöðina hafa gengt mikilvægu hlutverki eftir bankahrunið og geti gert það í kórónufaraldrinum nú.Stöð 2/Baldur „Við erum ósátt að málin skuli ekki skoðuð betur. Það er verið að leggja niður mikilvæga þjónustu gagnvart fyrirtækjum og frumkvöðlum og það er gert án víðtæks samráðs. Og það er óljóst hvað tekur við sem er auðvitað mjög óþægilegt fyrir alla aðila,“ segir Kjartan. Leggja eigi niður Nýsköpunarmiðstöðina á sama tíma og ráðuneytið og ríkisstjórnin leggi áherslu á aukna nýsköpun. Þetta sé sérstaklega slæmt á tímum kórónufaraldurins en það hafi sýnt sig eftir bankahrunið að Nýsköpunarstofnun hafi spilað lykilhlutverk í stuðningi við atvinnulausa frumkvöðla. Það sé eins og ráðuneytið geri sér ekki greini fyrir verðmæti samlegðaráhrifa einstakra deilda og samstarfi þeirra. „Og þegar við erum að tala um hátæknifyrirtæki sérstaklega erum við að tala um fyrirtæki sem þurfa langan tíma til að þróast og dafna. Við erum að tala um fyrirtæki sem þurfa mikla sérfræðiaðstoð og aðgang að sérhæfðum tækjabúnaði. Við höfum auðvitað þessa hluti og það er enginn annar aðili sem er að sinna þessari þjónustu eins og við gerum,“ segir Kjartan. Þessi fyrirtæki skapi síðar miklar tekjur í ríkissjóð, hálaunastörf og útflutningstekjur. „Við erum sjötíu starfsmenn og ég held að það viti enginn hér og nú hvað verður eins og staðan er. Það er hálft ár síðan tilkynnt var um þetta,“ segir Kjartan.
Nýsköpun Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15 Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að stinga tvo á nýársnótt Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn Sjá meira
Fyrirætlanir um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður áfall Starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar telja fyrirætlanir iðnaðar-og nýsköpunarráðherra um að leggja miðstöðina niður áfall fyrir nýsköpunarstarf í landinu. 2. júlí 2020 14:15
Aukinn áhugi á samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð sem verður lögð niður Ásókn í samstarf við Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur aukist á undanförnum mánuðum eftir að kórónuveiru faraldurinn hófst. Forstjórinn segir að verkefnum verði fundinn nýr farvegur þegar stofnunin verður lögð niður um næstu áramót. 16. maí 2020 19:30