Ekið á vegfaranda á göngugötu og rifið í hann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. september 2020 21:29 Lögregla ræðir hér við ökumann bílsins. Mynd/Elías Þórsson Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig. Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Elías Þórsson, íbúi í miðbæ Reykjavíkur, lenti í því í kvöld að ekið var á hann á göngugötuhluta Laugavegs. Hann segir ökumanninn sem það gerði hafa í kjölfarið veist að honum. Frá þessu greindi hann í Facebook-hópnum „Samtök um bíllausan lífsstíl.“ Í samtali við Vísi segist Elías hafa verið fótgangandi á leið frá Kaffibrennslunni, sem er steinsnar frá heimili hans á Laugavegi, þegar atvikið átti sér stað. „Ég er með hugann við símann, af því að ég var að tala við vinkonu mína á Messenger. Svo mætir þarna risastór, tveggja tonna Toyota Hilux og flautar hvorki né segir eitthvað við mig, heldur keyrir bara inn í mig,“ segir Elías. Hann kveðst þá hafa spurt ökumanninn hvað honum gengi til og bent honum á að hann væri staddur á göngugötu. Við það hafi ökumaðurinn stokkið út úr bílnum, rifið í Elías og reynt að fleygja honum til. Þá hafi Elías ákveðið að hringja á lögregluna. Ökumaðurinn hafi í kjölfarið sest aftur upp í bílinn. „Á meðan ég er í símanum við lögregluna, og varðstjórinn segir mér að það sé bíll á leiðinni, þá fyrst keyrir hann svona lauslega inn í mig og ýtir við mér. Ég segi: „Hvað í fjandanum ertu að gera?“ Svo líða nokkrar mínútur og þá keyrir hann aftur á mig, og þá harkalega, þannig að ég ýtist einhverja tvo metra með bílnum.“ Þegar lögregla kom á vettvang var síðan tekin skýrsla af Elíasi og ökumanninum. Ætlar ekki að kæra en vill ökumanninn sektaðan Elías kveðst ekki ætla að kæra ökumanninn, þar sem hann telji það ekki tímans virði að standa í slíku ferli. Auk þess sé hann ekki mikið lemstraður eftir atvikið. „Ég hef nú ekki áhuga á því, þetta voru ekkert miklar stimpingar. Það sem ég vil er bara að ökumenn hætti að keyra þarna. Það er endalaust verið að brjóta á þessari göngugötu og það er bara gefin skítur í þetta. Þetta er náttúrulega galið, þú ert að keyra einhvern risa jeppa á einhverri göngugötu.“ Þá tekur Elías fram að ökumaðurinn hafi ekið til móts við akstursstefnu götunnar, en ökumenn ákveðinna bíla, svo sem sjúkrabíla, mega aka á göngugötunni. „Það eina sem ég vil er að maðurinn fái sekt,“ segir Elías. Og á þá við sekt fyrir umferðarlagabrotin. Ekki einstakt atvik Þá segir Elías að ef Reykjavíkurborg sé alvara með að halda úti göngugötu mætti hún mögulega vera duglegri að fylgja því eftir að þar aki ekki hver sem er um. Hann bendir á að í athugasemdum við innlegg sitt í Facebook-hópinn um bíllausan lífsstíl sé að finna fleiri sögur frá öðrum sem hafi lent í svipuðum atvikum á göngugötunni. „Ég veit ekki hversu margir tugir, eða hundruð bíla eru að keyra þarna niður. Eins og þarna, ég er tvær mínútur frá húsinu mínu og ég lendi í þessu,“ segir Elías. Snemmsumars fjallaði Vísir um annan íbúa miðbæjarins sem var orðinn langþreyttur á frekum ökumönnum sem skeyttu ekki um skilti sem gáfu til kynna að óheimilt væri að aka göngugötuna. Sá birti þráð myndbanda á Twitter þar sem hann sýndi frá samskiptum sínum við ökumenn, sem margir hverjir voru ósáttir við að hafa gangandi vegfarendur á götu sem ætluð var gangandi vegfarendum. Tóku einhverjir upp á því að aka á hann til þess að freista þess að fá hann til að færa sig.
Reykjavík Samgöngur Göngugötur Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira