Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur fengið leyfi frá breskum heilbrigðisyfirvöldum til að halda áfram tilraunum sínum með bóluefni gegn Covid-19 sjúkdómnum. Þróun bóluefnisins og tilraunir með það eru gerðar í samtarfi við Oxford háskóla en efnið er á lokastigum prófana.
Lyfjarisinn tilkynnti í liðinni viku að lokaprófunum á bóluefninu yrði frestað tímabundið vegna þess að einn þeirra sem tekið hafði þátt í prófunum á efninu fékk óútskýrðar aukaverkanir eftir að efninu hafði verið sprautað i hann.
Í tilkynningu sem fyrirtækið gaf frá sér í dag kemur fram að lyfjaeftirlit Bretlands hafi gefið grænt ljós á að tilraunum yrði haldið áfram.
Upplýsingar Enn hafa upplýsingar um hvers konar aukaverkanir þátttakandinn hafi fengið ekki verið gefnar út. Í tilkynningunni frá AstraZeneca kemur fram að slíkar upplýsingar muni ekki verða gefnar út en allir viðeigandi aðilar verði látnir vita af þeim.