Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2020 11:48 Benedikt Jóhannesson ætlar að hella sér aftur út í stjórnmálinn. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira