Ellefu þúsund flóttamenn bíða þess að komast í skjól á Lesbos Heimsljós 15. september 2020 15:00 UNHCR Talið er að ellefu þúsund hælisleitendur á grísku eyjunni Lesbos hafist við undir beru lofti eftir að Moria flóttamannabúðirnar brunnu til grunna í síðustu viku. Starfsfólk Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vinnur að því hörðum höndum að bregðast við neyðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ákvað í gær að leggja til 20 milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar frá íslenskum stjórnvöldum. Flóttamannastofnun SÞ ráðstafar þeim fjármunum. Ábyrgð á mannúðaraðstoðinni, á framkvæmd og samhæfingu viðbraðgsaðila, er í höndum grískra stjórnvalda. Að sögn Philippe Leclerc, fulltrúa UNHCR á Lesbos, hafa stjórnvöld tilgreint hvaða svæði eyjarinnar verði nýtt til að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir þá veikburðustu í hópi flóttamanna. Það svæði er skammt frá þorpinu Mytilene. Að beiðni þarlendra stjórnvalda veitir starfsfólk Flóttamannastofnunar aðstoð og sérfræðiráðgjöf við uppbyggingu nýju bráðabirgðaskýlanna. Starfið er þegar hafið og til þessa hefur UNHCR útvegað 600 fjölskyldutjöld og samkvæmt frétt stofnunarinnar voru 700 einstaklingar komnir í skjól í gærkvöldi. Einnig hefur stofnunin útvegað efnasalerni og handþvottastöðvar, og hefur lýst sig reiðubúna að bæta við frekari hreinlætisbúnaði ef þess verður óskað. Til að koma í veg fyrir og draga úr útbreiðslu COVID-19 fara allir hælisleitendur í skimun áður en þeir fara inn í nýju stöðina. UNHCR styður einnig heilbrigðisyfirvöld á landsvísu við að koma upp heilsugæslu á nýja staðnum, í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), stofnunin útvegar meðal annars tjöld og tryggir svæði fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Þegar eru 20 einstaklingar með staðfest COVID-19 smit í sóttkví á þessu svæði. Gríski herinn hefur séð um matvæladreifingu og vatn fyrir hælisleitendur en Flóttamannastofnun hefur sent meira en sex þúsund matarpakka til Lesbos, auk þess að dreifa í samstarfi við hjálparsveitir ýmiss konar búnaði eins og teppum, svefnpokum, plastdúkum og hreinlætisvörum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Flóttamenn Grikkland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent
Talið er að ellefu þúsund hælisleitendur á grísku eyjunni Lesbos hafist við undir beru lofti eftir að Moria flóttamannabúðirnar brunnu til grunna í síðustu viku. Starfsfólk Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) vinnur að því hörðum höndum að bregðast við neyðinni. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra ákvað í gær að leggja til 20 milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar frá íslenskum stjórnvöldum. Flóttamannastofnun SÞ ráðstafar þeim fjármunum. Ábyrgð á mannúðaraðstoðinni, á framkvæmd og samhæfingu viðbraðgsaðila, er í höndum grískra stjórnvalda. Að sögn Philippe Leclerc, fulltrúa UNHCR á Lesbos, hafa stjórnvöld tilgreint hvaða svæði eyjarinnar verði nýtt til að koma upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir þá veikburðustu í hópi flóttamanna. Það svæði er skammt frá þorpinu Mytilene. Að beiðni þarlendra stjórnvalda veitir starfsfólk Flóttamannastofnunar aðstoð og sérfræðiráðgjöf við uppbyggingu nýju bráðabirgðaskýlanna. Starfið er þegar hafið og til þessa hefur UNHCR útvegað 600 fjölskyldutjöld og samkvæmt frétt stofnunarinnar voru 700 einstaklingar komnir í skjól í gærkvöldi. Einnig hefur stofnunin útvegað efnasalerni og handþvottastöðvar, og hefur lýst sig reiðubúna að bæta við frekari hreinlætisbúnaði ef þess verður óskað. Til að koma í veg fyrir og draga úr útbreiðslu COVID-19 fara allir hælisleitendur í skimun áður en þeir fara inn í nýju stöðina. UNHCR styður einnig heilbrigðisyfirvöld á landsvísu við að koma upp heilsugæslu á nýja staðnum, í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), stofnunin útvegar meðal annars tjöld og tryggir svæði fyrir þá sem þurfa að vera í einangrun. Þegar eru 20 einstaklingar með staðfest COVID-19 smit í sóttkví á þessu svæði. Gríski herinn hefur séð um matvæladreifingu og vatn fyrir hælisleitendur en Flóttamannastofnun hefur sent meira en sex þúsund matarpakka til Lesbos, auk þess að dreifa í samstarfi við hjálparsveitir ýmiss konar búnaði eins og teppum, svefnpokum, plastdúkum og hreinlætisvörum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Flóttamenn Grikkland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent