Fjölskylda Breonnu Taylor fær tólf milljónir dollara Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2020 22:47 Veggspjöldum á borð við þetta þar sem kallað er eftir því að lögreglumennirnir verðir sóttir til saka hefur verið komið upp víða í Louisville. Getty/Jon Cherry Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum. Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira
Borgaryfirvöld í Louisville í Kentucky í Bandaríkjunum hafa ákveðið að greiða fjölskyldu Breonnu Taylor tólf milljónir dollara (1,6 milljarðar króna á gengi dagsins í dag) í sátt sem gerð hefur verið á milli fjölskyldunnar og yfirvalda. Sáttin felur einnig í sér að umbætur verða gerðar á starfsemi lögreglunnar í borginni. Breonna, sem var svört, var 26 ára gömul þegar lögreglan í Lousville ruddist inn á heimili hennar og kærasta hennar í mars síðastliðnum og skaut hana að minnsta kosti fimm sinnum með þeim afleiðingum að hún lést. Lögreglan hafði fengið ábendingar um að fíkniefni væri að finna í íbúðinni en engin fíkniefni fundust á staðnum. Nafni Breonnu hefur verið haldið á lofti síðustu mánuði í fjölmennum mótmælum víðs vegar um Bandaríkin þar sem lögregluofbeldi í garð svartra hefur verið mótmælt. Lonita Baker, lögmaður fjölskyldu Breonnu, segir að greiðslan til fjölskyldunnar og þær umbætur sem fyrirhugaðar séu hjá lögreglunni í tengslum við sáttina séu aðeins fyrsta skrefið í því að ná fram réttlæti í málinu. Fjölskyldan vilji til að mynda að lögreglumennirnir sem bera ábyrgð á dauða Breonnu verði handteknir. Móðir Breonnu, Tamika Palmer, kallaði eftir því í stuttri yfirlýsingu í dag að lögreglumennirnir yrðu sóttir til saka. Þá hvatti hún almenning til þess að halda áfram að hrópa nafn Breonnu í baráttunni fyrir umbótum hjá lögreglunni í Bandaríkjunum.
Black Lives Matter Bandaríkin Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Sjá meira