Katrín Tanja sýndi okkur tígrisdýraaugun sín og að hún sé tilbúin í alvöru keppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2020 08:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur enga áhorfendur til að hvetja sig áfram eins og á heimsleikum fyrri ára. Mynd/Instagram Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist. CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Það ætti enginn að afskrifa keppniskonuna Katrínu Tönju Davíðsdóttir sem hefur verið meðal fimm efstu á heimsleikunum undanfarin fimm ár. Katrín Tanja Davíðsdóttir er klár í sína áttundu heimsleika í CrossFit sem hefjast á morgun. Katrín Tanja er eini íslenski keppandinn sem er staddur út í Bandaríkjunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari sem hefur verið á topp fimm á fimm síðustu heimsleikum. Samt hafa ekki alltof margir trú á því að hún komist í fimm manna ofurúrslitin á leikunum í ár. Katrín Tanja vann heimsmeistaratitilinn 2015 og 2016, varð í þriðja sæti árið 2018 og loks í fjórða sætinu í fyrra. Versti árangur hennar undanfarin fimm ár var fimmta sætið árið 2017. Það myndi duga henni inn í úrslitin um heimsmeistaratitilinn í ár. Katrín Tanja skýtur aðeins á þessar hrakfaraspár í nýrri færslu sinni á Instagram reikningi sínum sem sjá má hér fyrir neðan. Það má segja að Katrín Tanja sýni tígrisdýraaugun sín í þessu myndbandi eða „Eye Of The Tiger“ eins og bandaríska hljómsveitin Survivor söng svo eftirminnilega um í myndinni Rocky III árið 1982. View this post on Instagram Stack the odds against me & this is what comes out. // 2 days & I am ready to COMPETE! - #RYouRogue @roguefitness @rogueinvitational A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) on Sep 16, 2020 at 8:34am PDT „Segið að ég eigi ekki mikla möguleika og þá kemur þetta fram. Tveir dagar í þetta og ég er tilbúin í það að keppa,“ skrifaði Katrín Tanja í gær og birti með myndband af sér frá því á Rogue Invitational í fyrra þar sem hún er á miklum spretti. Í myndbandinu leynir sér ekkert að þar er á ferðinni mikil keppniskona og þar má líka sjá tígrísdýra augnaráðið sem CrossFit sérfræðingurinn Armen Hammer talaði um á dögunum. Armen Hammer spáir nefnilega Katrínu Tönju áfram í úrslitin og er einn af fáum spekingum sem gerir það. „Hún hefur ekki átt frábært ár en ég held að Katrín hafi auga tígrisdýrsins þegar hún hugsar: Enginn trúir á mig,“ sagði Armen Hammer sem hefur mikla trú á andlegum styrk og keppnishörku íslensku CrossFit stjörnunnar. „Ég held að hún hafi möguleika á því að blómstra í þessu umhverfi þar sem kannski margir aðrir keppendur muni lenda í vandræðum,“ sagði Armen Hammer ennfremur og nú er bara að vona að spá hans rætist.
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira