Síðustu saumsporin tekin í Njálurefilinn á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2020 08:28 Það voru þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir (t.h.) og Christina M. Bengtson sem fóru af stað með verkefnið og áætluðu að vera um 10 ár að sauma refilinn. Hér eru þær, ásamt Lilju Einarsdóttur, sveitarstjóra Rangárþings eystra, sem færði hópnum í Refilstofunni blóm frá sveitarfélaginu og þakkaði fyrir þeirra framlag í þágu menningar í sveitarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Síðustu saumsporin í Njálureflinn á Hvolsvelli hafa verið tekin og hefur reflinum verið rúllað upp og þess er nú beðið að hann verður settur upp í sýningarsal á staðnum. Upphaflega var gert ráð fyrir að það tæki tíu ár að sauma refilinn, sem er um 90 metra langur en verkið gekk svo vel að það tók ekki nema sjö ár og sjö mánuði að ljúka verkinu. Nokkrar vaskar konur á Hvolsvelli komu saman í vikunni til að sauma síðustu sporin í Njálurefilinn en verkið hófst 2. febrúar 2013 þegar Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrsta saumsporið. Síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar og útlendingar komið við í refilstofunni og saumað nokkur spor í refilinn, sem er rúmlega 90 metra langur og 50 sentímetra breiður og segir Brennu-Njálssögu. Það voru þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtson sem fóru af stað með verkefnið. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrstu sporin í refilinn 2. febrúar 2013.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Það sem stendur upp úr er gleðin og vinsemdin, hvað þetta hefur allt gengið vel, öll jákvæðnin í kringum verkefni. Ég hef verið með ótrúlega flottar og skemmtilegar konur með okkur Christinu í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. En hvað gerist núna, ætla konurnar að fara bara heim og leggist í sófann? „Nei, en það er svolítið leyndarmál enn þá hvað við ætlum að gera, við skulum bara segja þér það næst, í næsta viðtali,“ segir Gunnhildur og hlær. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra heiðraði konurnar og verkefnið þeirra með fallegum blómvendi frá sveitarstjórn enda allir íbúar sveitarfélagsins mjög stoltir af refilverkefninu. Konurnar á Hvolsvelli hjálpuðust við að rúlla reflinum upp eftir að þær höfðu tekið síðustu saumsporin í hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „þetta er bara yndisleg stund, hér sitja frábærar konur, sem eru búnar að halda hópinn í sjö ár og sjö mánuði í þessu frábæra verkefni. Það stóð nú til að saumaskapurinn tæki tíu ár en eins og þú sérð þá eru þetta miklir dugnaðarforkar,“ segir Lilja. Njálureflinum verður fljótlega komið fyrir í fallegu sýningarími á Hvolsvelli en það er enn leyndarmál hvar það rými verður. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listamaður er hönnuður verksins og var hún að sjálfsögðu viðstödd þegar síðustu metrunum var rúllað upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Rangárþing eystra Menning Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira
Síðustu saumsporin í Njálureflinn á Hvolsvelli hafa verið tekin og hefur reflinum verið rúllað upp og þess er nú beðið að hann verður settur upp í sýningarsal á staðnum. Upphaflega var gert ráð fyrir að það tæki tíu ár að sauma refilinn, sem er um 90 metra langur en verkið gekk svo vel að það tók ekki nema sjö ár og sjö mánuði að ljúka verkinu. Nokkrar vaskar konur á Hvolsvelli komu saman í vikunni til að sauma síðustu sporin í Njálurefilinn en verkið hófst 2. febrúar 2013 þegar Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrsta saumsporið. Síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar og útlendingar komið við í refilstofunni og saumað nokkur spor í refilinn, sem er rúmlega 90 metra langur og 50 sentímetra breiður og segir Brennu-Njálssögu. Það voru þær Gunnhildur E. Kristjánsdóttir og Christina M. Bengtson sem fóru af stað með verkefnið. Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari tók fyrstu sporin í refilinn 2. febrúar 2013.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Það sem stendur upp úr er gleðin og vinsemdin, hvað þetta hefur allt gengið vel, öll jákvæðnin í kringum verkefni. Ég hef verið með ótrúlega flottar og skemmtilegar konur með okkur Christinu í þessu verkefni,“ segir Gunnhildur. En hvað gerist núna, ætla konurnar að fara bara heim og leggist í sófann? „Nei, en það er svolítið leyndarmál enn þá hvað við ætlum að gera, við skulum bara segja þér það næst, í næsta viðtali,“ segir Gunnhildur og hlær. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra heiðraði konurnar og verkefnið þeirra með fallegum blómvendi frá sveitarstjórn enda allir íbúar sveitarfélagsins mjög stoltir af refilverkefninu. Konurnar á Hvolsvelli hjálpuðust við að rúlla reflinum upp eftir að þær höfðu tekið síðustu saumsporin í hann.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „þetta er bara yndisleg stund, hér sitja frábærar konur, sem eru búnar að halda hópinn í sjö ár og sjö mánuði í þessu frábæra verkefni. Það stóð nú til að saumaskapurinn tæki tíu ár en eins og þú sérð þá eru þetta miklir dugnaðarforkar,“ segir Lilja. Njálureflinum verður fljótlega komið fyrir í fallegu sýningarími á Hvolsvelli en það er enn leyndarmál hvar það rými verður. Kristín Ragna Gunnarsdóttir, listamaður er hönnuður verksins og var hún að sjálfsögðu viðstödd þegar síðustu metrunum var rúllað upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Rangárþing eystra Menning Mest lesið Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Erlent „Ég er bara örvæntingarfull“ Innlent Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Innlent Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Veður Börn oft að leik þar sem slysið varð Innlent Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Innlent Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Erlent Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Sjá meira